Útskrift Marel-vinnslutækna frá Fisktækniskólanum

Kampakátir nýútskrifaðir Marel-vinnslutæknar frá Fisktækniskóla Íslands við útskriftina.
Kampakátir nýútskrifaðir Marel-vinnslutæknar frá Fisktækniskóla Íslands við útskriftina. Myndin er aðsend.

Þriðjudaginn 6. desember útskrifaðist annar árgangur Marel-vinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands. Það var glaðhlakkalegur hópur sem tók við prófskírteinum og minjagrip um námið í húsakynnum Marel ásamt sínum nánustu.

Það voru 8 einstaklingar sem luku námi í þessum áfanga nú á haustönn. Nemendur komu frá ýmsum stöðum á landinu svo sem Reykjavík, Vestmannaeyjum, Sauðárkróki, Akureyri og Fáskrúðsfirði. 

Námið er sniðið að þörfum fiskvinnslunnar sem sífellt verður tæknivæddari með áherslu á framleiðslugæði og hámarksnýtingu hráefnis. Mikill skortur er á fólki með ákveðna tækni-, hugbúnaðar- og vinnsluþekkingu í fiskiðnaði og svarar þetta nám kalli iðnaðarins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fisktækniskólanum.

Grunnnám og sérhæft nám

Námið skiptist í tvær annir; grunnnám á haustönn og sérhæft nám í Marel-búnaði á vorönn. Hlutverk grunnnámsins er byggja upp bakgrunninn sem þarf til að nemendur eigi auðveldara með að tileinka sér tæknilegt efni sem kennt er nær eingöngu á Marel-tæki og hugbúnað í húsakynnum Marel. 

Kennt er í lotum þar sem farið er í ákveðna tækjaflokka, svo sem framleiðsluhugbúnað, vogir, snyrtilínur, skurðarvélar o.fl. Í lok annarinnar er farið í vinnustaðagreiningar og lagt fyrir lokaverkefni sem felst í að greina vinnsluferli valdra fiskvinnslufyrirtækja með það að markmiði að auka afköst, gæði og skilvirkni.

Að loknu námi hafa menn því haldgóða innsýn í virkni tækja og hugbúnaðar í fiskvinnslu og geta sinnt ákveðnu fyrirbyggjandi viðhaldi ásamt því að geta sett upp einfalda staðlaða vinnslulykla í helstu Marel-tækjum.

Námið gefur nemendum góða möguleika á að bæta enn frekar við sig þekkingu og þar með aukna möguleika á vinnumarkaði.  Innritun fyrir vorönn er þegar hafin hjá Fisktækniskóla Íslands en hámarksfjöldi verður takmarkaður við 9 einstaklinga.

Áhugasamir geta kynnt sér Fisktækniskólann og námsframboð hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »