Bjarni: Þróa þarf leiðir til að komast úr öngstræti

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í viðtali í Silfrinu á RÚV í …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í viðtali í Silfrinu á RÚV í morgun. Skjáskot/RÚV

„Það er ekki uppi sú krafa af hálfu þessara deiluaðila að ríkið höggvi á hnútinn með aðkomu sinni, sú krafa hefur ekki verið að berast til mín,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í viðtali við Fanneyju Birnu Jónsdóttur í nýjum umræðuþætti RÚV, Silfrinu, spurður hvort ríkið ætlaði að blanda sér í sjómannadeiluna með einhverjum hætti.

„Það sem mér finnst að við eigum að spyrja okkur, svona í ljósi þessa verkfalls sem kemur á eftir mörgum öðrum verkföllum sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum, er einfaldlega það hvort við þurfum ekki að fara að endurskoða þennan ramma vinnumarkaðarins, sem virðist ekki hafa fram að færa neinar leiðir til þess að höggva á hnútinn þegar það er stál í stál.“

Hann sagði oft „rosalega stöðu“ hafa komið upp í verkföllum, t.d. þegar loka hafi þurft skurðstofum í læknaverkfallinu og þegar börn hafi ekki fengið kennslu í kennaraverkföllum, jafnvel mánuðum saman. 

„Núna stöndum við frammi fyrir því að ein af okkar mikilvægustu auðlindum er ekki nýtt svo mánuðum skiptir vegna þess að menn koma sér ekki saman um það á vinnumarkaði hvernig eigi að skipta hlutnum. Þetta hlýtur að vera okkur umhugsunarefni.“

Spyrja þurfi hvort ekki séu einhverjar brotalamir í vinnumarkaðsmódelinu hér á landi. „Í því sambandi er oftast talað um að við gætum stóraukið vald ríkissáttasemjara, að við gætum þvingað menn til að hlíta hinu almenna merki markaðarins um svigrúm til launahækkana, ef menn ná ekki niðurstöðu í samningum. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt útfærsluatriði og ég er ekki hérna að boða einhverja meiri háttar uppstokkun en þetta er í raun kjarni þess samtals sem hefur verið í gangi undanfarin ár undir merkjum SALEK, milli almenna og opinbera markaðarins og stjórnvalda.“

Bjarni sagði að því miður væri „dálítið frost“ í því samtali núna, „en það miðar að því að við færum okkur nær norræna módelinu og að þróa og þroska leiðir til að komast út úr svona öngstræti.“

Bjarni gaf svo afdráttarlaust svar um aðkomu ríkisins að sjómannadeilunni: „Við erum ekki að íhuga að grípa inn í þessa deilu, við viljum allt gera til að hjálpa til.“

Bjarni sagði ekki áhuga á því að taka upp sjómannaafsláttinn aftur. „Það hefur verið mjög skýr lína af minni hálfu. Við erum ekki að fara að tala um sjómannaafslátt að nýju.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »