Þorgerður upplýsi um stöðuna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætir á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar á nefndasviði Alþingis í fyrramálið. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að á fundinum verði farið yfir stöðuna sem er uppi vegna verkfalls sjómanna, hvaða áhrif verkfallið hefur haft á efnahagsmál og stöðu ríkissjóðs.

Frétt mbl.is: Vilja að ráðherra komi fyrir nefndina

„Þessi fundur er fyrst og fremst hugsaður til að gefa ráðherranum tök á því að gera nefndarmönnum grein fyrir því hvaða sjónarmið eru uppi og hvaða leiðir séu hugsanlegar til að höggva á þennan hnút,“ segir Óli Björn.

Á fundi Þorgerðar Katrínar og deiluaðila í kjaradeilu sjómanna kom fram að hún hygðist setja af stað vinnu í ráðuneytinu til þess að meta áhrif skattabreytinga sem miðuðu að því að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa. Upplýsti hún deiluaðila um að þeirri vinnu yrði lokið eigi síðar en í apríl.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.5.17 179,50 kr/kg
Þorskur, slægður 24.5.17 210,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.5.17 272,86 kr/kg
Ýsa, slægð 24.5.17 212,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.5.17 69,88 kr/kg
Ufsi, slægður 24.5.17 105,91 kr/kg
Djúpkarfi 22.3.17 44,00 kr/kg
Gullkarfi 24.5.17 94,37 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.5.17 288,00 kr/kg
Blálanga, slægð 24.5.17 47,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.5.17 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Hlýri 195 kg
Keila 118 kg
Steinbítur 101 kg
Þorskur 71 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Samtals 491 kg
24.5.17 Eydís NS-320 Grásleppunet
Grásleppa 1.037 kg
Samtals 1.037 kg
24.5.17 Stubbur NK-010 Grásleppunet
Grásleppa 470 kg
Samtals 470 kg
24.5.17 Áfram NS-169 Handfæri
Þorskur 493 kg
Samtals 493 kg
24.5.17 Tóti NS-036 Grásleppunet
Grásleppa 225 kg
Samtals 225 kg

Skoða allar landanir »