Ofhlaðið og með viðvarandi halla

Ekki gekk þrautalaust að koma Jóni Hákoni upp í fjöru …
Ekki gekk þrautalaust að koma Jóni Hákoni upp í fjöru á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur lokið rannsókn sinni á þeim skipskaða sem varð þegar Jón Hákon fórst við Aðalvík á Hornströndum í júlí 2015. Telur nefndin orsök slyssins hafa verið þá að skipið hafi verið ofhlaðið og með viðvarandi stjórnborðshalla.

Segir í skýrslu nefndarinnar að þetta hafi leitt til þess að í veltingi hafi sjór átt greiða leið inn á þilfar skipsins, bæði yfir lunningu og um lensport.

„Vegna óþéttleika á lestarlúgukarmi bættist stöðugt sjór í lestina. Varð þetta til þess að skipið missti stöðugleika og því hvolfdi þegar öldutoppur rann óhindrað yfir lunningu þess,“ er niðurstaða nefndarinnar.

Byrjaði að velta þegar aflinn var tekinn um borð

Stöðugleiki skipsins er sagður hafa verið nokkuð skertur, við það að hleðsla þess hafi verið meiri en sú hámarkshleðsla sem reiknað hafi verið með í stöðugleikabók skipsins.

Skipið hafi tekið sjó inn á þilfarið, líklega skömmu áður en bómunni var slegið út og pokinn hífður um borð.

„Þegar það síðan fær á sig öldur og byrjar að velta þá hníga öll rök að því að þeir vægiskraftar sem við það verka á skipið hafi dugað til að hvolfa því. Að sögn áhafnar þá hafði skipið skyndilega byrjað að velta á meðan þeir voru að taka aflann um borð, tekið tvo skafla af sjó yfir lunninguna inná þilfarið og í framhaldi af því hafi skipinu hvolft,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

„Því er líklegast að samspil nokkurra þátta ‐ þ.e. ofhleðslu, sjóvatns á þilfari og líklega í lest einnig ‐  hafi orðið til þess að skipið lagðist, með þeim afleiðingum að skipið fórst. Það má taka það fram að ekki er vitað með vissu hve mikill sjór var í skipinu og allir útreikningar eru bara vangaveltur um hugsanlega atburðarrás að gefnum ákveðnum forsendum.“

Einn skipverji fórst en þremur var bjargað af kili skipsins.

Fréttir mbl.is:
Þremur bjargað af kili skipsins
Reyndu í hálftíma að ná sambandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,39 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,39 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg

Skoða allar landanir »