Fínt að vera í Fuglafirði

Sigurbjörn Árnason, til vinstri, og Sindri Grétarsson fylgdust í gegnum …
Sigurbjörn Árnason, til vinstri, og Sindri Grétarsson fylgdust í gegnum netið með leik ÍBV og Vals. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Hér í Færeyjum væsir ekki um okkur,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri á Huginn VE. Skipið hefur legið inni í Fuglafirði í Austurey í Færeyjum síðasta sólarhringinn meðan beðið er varahluta í togbúnað skipsins. Sú sending kom frá Noregi nú síðdegis og ætti skipið því að geta haldið á kolmunnamiðin í kvöld. Í landlegunni hefur þó ekki væst um Eyjapeyjana, sem blaðamaður mbl.is í Fuglafirði hitti nú síðdegis.

„Komdu um borð, það er alltaf gaman að hitta Íslendinga í erlendri höfn. Já, þú mátt trúa mér að það er fínt að vera í Fuglafirði,“ sagði Guðmundur Huginn. Hann lagði í haf frá Vestmannaeyjum á þriðjudag, en siglingin þaðan til Færeyja tekur um sólarhring. Kolmunnamiðin eru um 80-100 sjómílur suður af Færeyjum, þar sem heitir Miðlína.

Huginn VE 55 við bryggju í Fuglafirði í Færeyjum í …
Huginn VE 55 við bryggju í Fuglafirði í Færeyjum í dag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skipin eru sautján

Íslensku kolmunnaskipin eru alls 17 og samkvæmt samningum sem veiðarnar stjórnast af mega 12 skip vera inni á  miðunum á hverjum tíma. Fimm skip geta því því þurft að bíða undan línunnar, jafnvel í nokkra sólarhringa. Þegar eitt skip fer út má annað koma inn.

„Slíkt getur skapað talsverða pressu meðal manna þótt allt sleppi til,“ segir Guðmundur Huginn. Hann væntir þess þó að komast fljótt í veiði nú þegar hann tekur stímið frá Fuglafirði. Það mun svo ráðast af aðstæðum hvar aflanum verður landað, það er heima á Íslandi eða þá í Fuglafirði eins og oft hefur gerst á fyrri árum.

Guðmundur Huginn gerir ráð fyrir því að kolmunnavertíðin standi í einn mánuð. „Við getum náð þetta 1.800 til 1.900 tonnum af afla í hvejum túr. Erum þó aðeins hálfdrættingar á við stærstu skipin sem ná kannski 3.000 tonnum.“

Karlinn í brúnni. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri á Hugin.
Karlinn í brúnni. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri á Hugin. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Spenntur að komast úr höfn

Tíu manns eru í áhöfn Hugins. Nokkrir af þeim brugðu undir sig betri fætinum í gærkvöldi og fóru að skemmta sér í Þórshöfn. Síðdegis í dag fylgdust menn svo í  gegnum netið með úrslitaleik í handboltanum – þar sem Valur vann nauman sigur á ÍBV.  Stemningin í borðstofunni var góð, bæði var leikurinn spennandi og svo flugu allskonar sögur og brandarar milli manna.

„Það var tölvubúnaður í spilinu sem klikkaði. Við höfðum því ekki um annað að velja en koma hér inn meðan varahlutum væri reddað. Og nú sýnist mér sendiferðabíllinn vera að renna í hlað og þá eru græjurnar komnar. Þetta er allt að smella og viðgerð tekur ekki langan tíma,“ sagði skipstjórinn – spenntur fyrir því að komast úr höfn.

Meðal skipverja er hinn glaðbeitti Skúli Már Gunnarsson.
Meðal skipverja er hinn glaðbeitti Skúli Már Gunnarsson. Mbl.is /Sigurður Bogi
Horft frá skipshlið að byggðinni í Fuglafirði.
Horft frá skipshlið að byggðinni í Fuglafirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »