Heildaraflinn 53% meiri en í fyrra

Heildarafli hefur dregist saman um 35 þúsund tonn á tólf ...
Heildarafli hefur dregist saman um 35 þúsund tonn á tólf mánaða tímabili. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fiskafli íslenskra skipa í mars var rúmlega 201 þúsund tonn. Það er 53% meira en heildaraflinn í sama mánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Afli í mars metinn á föstu verðlagi var þá 29,4% meiri en í mars 2016.

Segir þar að í tonnum talið muni mestu um aukinn uppsjávarafla en tæplega 132 þúsund tonn af loðnu veiddust í mars samanborið við 79 þúsund tonn í mars 2016.  Alls veiddust þá tæp 57 þúsund tonn af botnfiskafla sem er 14% aukning miðað við mars á síðasta ári.

Þorskaflinn er þá sagður hafa numið rúmum 34 þúsund tonnum, sem er 21% meiri afli en í sama mánuði ári fyrr.

Tekið er fram að á tólf mánaða tímabili frá apríl 2016 til mars 2017 hafi heildarafli dregist saman um 35 þúsund tonn eða 3% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.17 224,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.17 235,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.17 291,86 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.17 280,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.17 86,10 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.17 114,99 kr/kg
Djúpkarfi 22.3.17 44,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.17 108,69 kr/kg
Litli karfi 2.2.17 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.3.17 146,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.17 Smári ÍS-144 Handfæri
Þorskur 544 kg
Samtals 544 kg
23.4.17 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Steinbítur 440 kg
Þorskur 231 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 34 kg
Ufsi 12 kg
Grásleppa 11 kg
Lúða 10 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 741 kg
23.4.17 Berti G ÍS-727 Landbeitt lína
Steinbítur 4.488 kg
Þorskur 1.717 kg
Skarkoli 434 kg
Ýsa 308 kg
Samtals 6.947 kg

Skoða allar landanir »