Vonandi hörkuvertíð að hefjast

Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar.
Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar. mbl.is/Þorgeir

Þegar við héldum í land með þennan afla var þetta farið að líta vel út á miðunum og við höfðum fréttir af því að mikið af fiski væri sunnan línunnar. Þessi fiskur á eftir að koma inn í færeysku lögsöguna og vonandi er hörkuvertíð að hefjast.“

Þetta er haft eftir Hjörvari Hjálmarssyni, skipstjóra á Berki NK, á vef Síldarvinnslunnar. Börkur var í morgun staddur í brælu um 80 mílur norðvestur úr Mykinesi.

Fram kemur að Börkur hafi komið með 2.250 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar í gær. Hélt hann strax til veiða á ný að löndun lokinni.

Bjarni Ólafsson AK kom þá í gær með tæplega 1.700 tonn til löndunar á Seyðisfirði og í nótt kom Beitir NK þangað með um 3.000 tonn til viðbótar.

Vonandi eiga veiðarnar eftir að ganga eins og í sögu, það er alla vega nægur kvóti,“ er haft eftir Gunnari Sverrissyni verksmiðjustjóra, en vinnsla hófst strax í fiskimjölsverksmiðjunni.

Var að skríða inn í lögsöguna

Segir einnig á vef Síldarvinnslunnar að kolmunnaveiðin í færeysku lögsögunni hafi almennt hafist hjá íslensku skipunum um miðja síðustu viku. 

„Kolmunninn var þá að byrja að skríða inn í lögsöguna en fyrstu dagana eftir að veiðar hófust var ekki mikið að sjá. Hægt og bítandi jókst þó það sem sást og að því kom að alvöru lóð voru sjáanleg.

Börkur í skipaskrá 200 mílna

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.10.17 5,00 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.17 291,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.17 273,42 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.17 262,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.17 5,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.17 118,33 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.17 5,00 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.10.17 248,03 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.10.17 Dísa HU-091 Handfæri
Ufsi 1.666 kg
Þorskur 176 kg
Samtals 1.842 kg
22.10.17 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Botnvarpa
Þorskur 1.047 kg
Ýsa 387 kg
Skarkoli 235 kg
Steinbítur 18 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 15 kg
Samtals 1.702 kg
22.10.17 Jóhanna G ÍS-056 Landbeitt lína
Þorskur 1.521 kg
Ýsa 92 kg
Skarkoli 89 kg
Langa 81 kg
Steinbítur 39 kg
Karfi / Gullkarfi 4 kg
Samtals 1.826 kg

Skoða allar landanir »