Síldin er fyrr á ferðinni í ár

Sigurður VE á síldarveiðum. Mynd úr safni.
Sigurður VE á síldarveiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknastofnunar eftir þriggja vikna könnunarleiðangur sýna mun meiri útbreiðslu og magn norsk-íslenskrar síldar innan landhelginnar austur af landinu en verið hefur síðastliðin vor.

Síldin er fyrr á ferðinni en áður og er gengin vestar, samkvæmt því sem fram kemur á vef stofnunarinnar.

Segir þar að meginmarkmið leiðangursins hafi verið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu.

„Umfangsmiklar mælingar voru einnig gerðar til að kanna ástand hafsins og vistkerfisins, m.a. með rannsóknum á magni átustofna.“

2013-árgangurinn stór?

Leiðangurinn er árlegur og var nú farinn 23. árið í röð, en auk Íslendinga taka þátt í honum rannsóknarskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi.

„Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði undanfarinna ára. Austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa önnur rannsóknarskip fundið yngri síld.

Er það einkum árgangur frá 2013 en vísbendingar frá fyrri leiðöngrum hafa bent til að hann kunni að vera stór. Úrvinnsla gagna frá leiðangri þessa árs mun leiða það betur í ljós,“ segir á vef stofnunarinnar.

Ekki efni til að álykta um makrílgengd

„Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna, svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen (mynd 2). Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Kolmunninn var blandaður að stærð en var öllu smærri norðar. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangri Árna Friðrikssonar í ár en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta eitthvað um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,39 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 1.072 kg
Þorskur 94 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.170 kg
26.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 34 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 610 kg
26.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
26.4.24 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.175 kg
Þorskur 109 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.303 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,39 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 1.072 kg
Þorskur 94 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.170 kg
26.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 34 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 610 kg
26.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
26.4.24 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.175 kg
Þorskur 109 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.303 kg

Skoða allar landanir »