Dráttarbátur með merka sögu

Hönnuðurinn og skipið. Hjálmar R. Bárðarson skipaverkfræðingur við dráttarbátinn Magna …
Hönnuðurinn og skipið. Hjálmar R. Bárðarson skipaverkfræðingur við dráttarbátinn Magna í Reykjavíkurhöfn. Myndin er tekin í október 2004 þegar liðin voru nákvæmlega 40 ár frá því fyrsta stálskip Íslendinga var sjósett. mbl.is/Einar Falur

Sunnudaginn 25. júní næstkomandi klukkan 13:00 hefur verið boðað til stofnfundar Hollvinasamtaka Magna í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Dráttarbáturinn Magni á sér merka sögu en hann var fyrsta stálskipið sem Íslendingar smíðuðu. Magni liggur nú utan á varðskipinu Óðni í Gömlu höfninni í Reykjavík.

Hann þarfnast viðhalds og hyggjast hin nýju hollvinasamtök standa að því.

Magni var smíðaður í Stálsmiðjunni í Reykjavík og hannaður af Hjálmari R. Bárðarsyni skipaverkfræðingi (1918-2009) fyrir Reykjavíkurhöfn. Hjálmar var mikill frumkvöðull og hafði lengi haft hug á að smíða fyrsta stálskipið. Reyndar hafði faðir Hjálmars hugað að smíði á fyrsta stálskipinu kringum 1916 en reynsla og aðstaða til þess var ekki til á Íslandi, segir á fésbók fundarboðenda hollvinasamtakanna.

Hjálmar hannaði bátinn svo að hann hentaði í flestöll verkefni auk aðalverkefnisins, sem var að aðstoða skip og draga. Báturinn gat t.d. tekið upp baujur með búnaði sem var staðsettur á stefni bátsins. Magni var einnig útbúinn til vatnsflutninga og gat borið um 40 tonn af ferskvatni og dælt um borð í skip. Þá var hann búinn öflugum dælum til að slökkva eld.

Í notkun til 1989

Smíði bátsins gekk hægt en henni var sinnt milli verkefna hjá Stálsmiðjunni og ekki var mikið fjármagn til verkefnisins. Magna var hleypt af stokkunum í október 1954 og afhentur Reykjavíkurhöfn 25. júní 1955. Aðalvél og hjálparvél voru af gerðinni Deutz og dráttargetan var upp á 12 tonn.

Báturinn var í notkun til 1989 og átti farsælan feril hjá Reykjavíkurhöfn. Lengst af var hann eini dráttarbáturinn sem höfnin hafði yfir að ráða. Eins var Magni notaður mikið í vatnsflutninga til skemmtiferðaskipa þegar ytri höfnin var notuð. Árið 1989 bræddu aðalvélar Magna úr sér og ákveðið var að panta nýjan dráttarbát frá Hollandi.

Magni var afhentur Sjóminjasafninu til varðveislu fyrir nokkrum árum. Í mars á þessu ári hittu þeir Axel Orri Sigurðsson stýrimaður, Böðvar Eggertsson, vélstjóri og kennari, og Friðrik Friðriksson, fyrrverandi sjómaður, stjórn safnins og fengu að skoða bátinn.

Í framhaldinu ákváðu þeir félagarnir að undirbúa stofnun Hollvinasamtaka Magna en markmiðið með þeim er að gera bátinn upp og sýna honum þann sóma sem honum ber. Þremenningarnir eru miklir áhugamenn um sögu skipa og varðveislu þeirra.

Friðrik Friðriksson, María K. Sigurðardóttir, Borgarsögusafni, Böðvar Eggertsson, Axel Orri …
Friðrik Friðriksson, María K. Sigurðardóttir, Borgarsögusafni, Böðvar Eggertsson, Axel Orri Sigurðsson og Guðmundur D. Hermannsson.

Síðast í slipp árið 2005

Sem fyrr segir var Magni fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi. Eftir smíði hans urðu kaflaskil í iðnsögu Íslands og mörg öflug stálskip voru smíðuð. Sem dæmi má nefna varðskipið Albert, sem var smíði nr. 2 hjá Stálsmiðjunni, og strandferðaskipið Esju, sem smíðað var í Slippstöðinni á Akureyri.

„Magni er tákn um miklar framfarir bæði í siglinga- og iðnsögu Íslendinga og því mikilvægt að skipið verði varðveitt fyrir komandi kynslóðir,“ segja þeir félagar á fésbók.

Axel Orri Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að vonandi yrði hægt að taka Magna upp í slipp í sumar til að meta skrokkinn. Magni var síðast tekinn í slipp árið 2005. Þá var hann botnhreinsaður og málaður. Hann hefur talsvert látið á sjá á þeim 12 árum sem síðan eru liðin. Draumurinn væri að gera við vélar bátsins svo hægt verði að sigla honum.

Axel Orri segir að hin nýju hollvinasamtök ætli sér að standa fyrir fjáröflun í sumar til verkefnisins. Hann kvaðst að lokum vonast eftir góðri aðsókn á stofnfund hollvinasamtakanna svo mynda mætti öflugan hóp til að vinna að þessu mikla verkefni.

Fögnuðu nýju skipi

Að lokum skal vitnað í forystugrein Morgunblaðsins frá 17. október 1954. Hún lýsir vel hversu merkilegt það þótti að við Íslendingar hefðum smíðað stálskip:

„Síðastliðinn föstudag gerðist merkilegur viðburður í íslenzkri iðnsögu. Fyrsta stálskipinu sem smíðað hefur verið hér á landi var hleypt af stokkunum. Var það dráttarbáturinn Magni, sem er smíðaður fyrir Reykjavíkurbæ. Þeir, sem voru viðstaddir þessa athöfn, fögnuðu hinu nýja skipi innilega er það var runnið til sjávar og flaut fyrir landi.

Mönnum var það ljóst, að nýr tími var upp runninn í íslenzkum skipasmíðaiðnaði. Íslendingar voru nú teknir að byggja stálskip í landi sínu. Áður höfðu íslenzkar skipasmíðastöðvar aðeins byggt tréskip. Nú reið Stálsmiðjan í Reykjavík á vaðið og byggði traust og myndarlegt skip úr stáli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 110,72 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,02 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 110,72 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,02 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »