Óvenju mikið af karfa á ferðinni

Helga María á siglingu.
Helga María á siglingu. Ljósmynd/HB Grandi

„Það hefur gengið mjög vel og það er óvenjulega mikið af karfa á ferðinni á Halanum og reyndar í öllum köntunum á Vestfjarðamiðum. Þetta er reyndar góður karfatími en veiðin er mun betri en ég átti von á.“

Þetta er haft eftir Heimi Guðbjörnssyni, skipstjóra á Helgu Maríu AK, á vef HB Granda. Togarinn kom í gær með fullfermi til hafnar í Reykjavík.

Að sögn Heimis hefur karfaveiðin ekki verið vandamál í sumar. Meira þurfi þó að hafa fyrir þorskveiðinni og mest fyrir því að leita að ufsa.

Ufsinn farinn að sýna sig aftur

„Það er reyndar fín þorskveiði dýpra í köntunum en í síðustu tveimur túrum fórum við eftir þorskinum norður og austur í Reykjafjarðarál og á Strandagrunnið. Þar hefur verið mikil og góð þorskveiði í sumar og þar hefur fengist hinn fínasti fiskur eða að jafnaði rúmlega 3,6 kílóa þorskur,“ segir Heimir.

„Á þessum slóðum hefur einnig verið mjög góð karfaveiði en því miður þá er ufsinn tregari til. Það er alveg hægt að veiða ufsa ef maður hefur tíma til þess,“ segir hann og bætir við að tímabundnar breytingar á ísfisktogaraútgerðinni hjá félaginu hafi leitt til þess að veiðiferðir togaranna hafi verið styttar um sólarhring.

„Því gefst ekki sami tími og áður til að leita að ufsanum. Góðu fréttirnar eru þó þær að ufsinn er farinn að sýna sig aftur fyrir vestan eftir frekar slaka ufsaveiði í sumar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »