160 tonn af makríl til Neskaupstaðar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar í morgun með 160 tonn af makríl og fór hann allur til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Aflinn fékkst á Papagrunni í tveimur stuttum holum. Gísli Runólfsson skipstjóri segir að fiskurinn sé ágætur miðað við árstíma.

„Við tókum þessi tvö hol og fiskurinn verður notaður til að prufa nýjan búnað í fiskiðjuverinu. Makrílveiðin hefur verið heldur misjöfn en það hefur afar lítið verið leitað hér eystra, það hafa einungis tvö eða þrjú skip verið að veiðum hér. Vandinn er sá að það er alls staðar síld en við reynum að sneiða hjá henni eins og mögulegt er. Við fengum einhverja síld í fyrra holinu en í því seinna var hreinn makríll. Nú er vertíðin að byrja og við erum bjartsýnir. Ef menn eru ekki bjartsýnir í upphafi vertíðar geta þeir hætt þessu. Svo einfalt er það,“ segir Gísli.

Í fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunni segir að gert sé ráð fyrir að makrílvertíðin hjá Síldarvinnslunni hefjist af fullum krafti nú um og upp úr helgi en unnið hefur verið að undirbúningi hennar að undanförnu. Sennilega mun Beitir NK halda til makrílveiða í kvöld og Börkur NK síðan í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »