Gæslan bjargaði hval í nauðum

Varðskipsmenn skera hér veiðafærin utan af sporði hvalsins, sem var …
Varðskipsmenn skera hér veiðafærin utan af sporði hvalsins, sem var frelsinu feginn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Skipverjar á varðskipinu Þór björguðu í gær nauðstöddum hval  á Dýrafirði. Það var síðdegis í gær sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar frá formanni björgunarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Þingeyri um að sést hefði til hnúfubaks á Dýrafirði sem virtist vera með veiðafæri flækt utan um sporðinn. Svo virtist sem þetta kæmi í veg fyrir að hann gæti kafað eða synt um. 

Varðskipið Þór, sem var þá statt undan Vestfjörðum, var sent áleiðis inn á Dýrafjörð til þess að finna hvalinn og freista þess að skera veiðarfærin frá sporði dýrsins. 

Það var svo rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi sem varðskipsmenn komu auga á hvalinn utarlega í Dýrafirði. Var þá bátur skipsins sjósettur og nokkrir skipverjar héldu af stað, ásamt viðeigandi verkfærum, til að skera veiðarfærin. 

Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðin hafi heppnast vel, því að um 20 mínútum síðar hafi hvalurinn verið laus við netadræsuna, netakúlurnar og annað það sem flækst hafði utan um sporðinn. 

Hnúfubaknum láðist þó víst að þakka varðskipsmönnum björgunina, en hann lét sig hverfa ofan í undirdjúpin um leið og virtist vera frelsinu feginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,01 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,01 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »