Stöðugt fleiri byggja afkomuna á fiskeldi

Fiskeldi í Patreksfirði. Mynd úr safni.
Fiskeldi í Patreksfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fiskeldi hefur þegar haft mikil áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum, í sveitarfélögum sem áður áttu undir högg að sækja. Komi til aukins fiskeldis mun það leiða til verulegrar fólksfjölgunar í viðkomandi byggðum sem aftur kallar á afleiddar framkvæmdir s.s. íbúðabyggingar og til styrkingar innviða. Um þetta er fjallað í nýrri skýrslu þróunarsviðs Byggðastofnunar um byggðaleg áhrif fiskeldis.

Í Tálknafjarðarhreppi byggja 16 fjölskyldur afkomu sína á fiskeldi, að því er segir í skýrslunni. Níu af þeim eru með samtals 19 börn á grunnskólaaldri en í leik- og grunnskóla Tálknafjarðar eru samtals 56 börn. Í sveitarfélaginu er fyrirhugað að byggja upp hitaveitu sem lækka mun húshitunarkostnað á staðnum.

Tilraunaverkefni með strætó

Í Vesturbyggð hefur orðið lítilsháttar fjölgun á starfsfólki vegna fjölgunar í leik- og grunnskólum. Þá hefur sveitarfélagið ráðið verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar vegna aukinna verkefna í tengslum við vaxandi atvinnustarfsemi og innviðauppbyggingu. Í bæjarfélaginu leiðir fjölgun íbúa til öflugra félagslífs og fleiri þátttakenda í íþróttastarfi.

Vegna fjölgunar íbúa á Bíldudal er unnið að stækkun íþróttahúss og bætt hefur verið við lengri viðveru grunnskólabarna til að koma til móts við fjölskyldufólk.

Á Patreksfirði hefur leikskólaplássum verið fjölgað með viðbyggingu en þörf er á fleiri plássum. Íþróttafulltrúi hefur verið ráðinn til að samræma íþróttastarf á svæðinu. Þá er í gangi tilraunaverkefni með almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum í samvinnu sveitarfélaganna og fleiri aðila.

Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fiskeldið styrkt aðrar atvinnugreinar, t.d. með aukinni nýtingu gistirýmis, auknum umsvifum verktaka og flutningafyrirtækja og fjölbreyttari störfum.

Undanfarið ár hefur mánaðarverð á kíló á eldislaxi verið á …
Undanfarið ár hefur mánaðarverð á kíló á eldislaxi verið á bilinu 6-8 evrur mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Um 100 þúsund á fermetra

Samtals bjó 1.581 íbúi í sveitarfélögunum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi árið 1998. Þeim fækkaði síðan stöðugt til 2012 þegar þeir voru orðnir 1.186 og hafði þá fækkað um tæplega 400 eða fjórðung. Tálknafjörður hélt lengi vel sínu nokkuð vel eða allt fram til þess að fiskvinnsla Þórsbergs hf. lokaði haustið 2015, en við það töpuðust yfir 40 störf. Verulegur viðsnúningur hefur orðið á Bíldudal hvað varðar íbúafjölda með þeim uppgangi sem þar hefur orðið vegna kalkþörungaverksmiðju og fiskeldis og nokkur viðspyrna hefur orðið á Patreksfirði.

Í Tálknafjarðarhreppi er mikil eftirspurn eftir húsnæði og nokkuð mikil hreyfing á íbúðamarkaði og hefur íbúðaverð hækkað nokkuð. Meðalverð íbúðahúsnæðis á Vestfjörðum er um 85 þúsund krónur á fermetra en fermetraverð er nú um 115 þúsund krónur á Tálknafirði.

Ýmsir óvissuþættir

Í skýrslunni er farið yfir svör sveitarfélaga á Vestfjörðum, við Eyjafjörð og á Austfjörðum við spurningum sem Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi sendi viðkomandi sveitarfélögum. Spurt var m.a. um hvaða áhrif fiskeldi hefði haft eða væri líklegt til að hafa á stöðu viðkomandi sveitarfélags. Hér hefur sjónum verið beint að sunnanverðum Vestfjörðum.

Fram kemur í skýrslunni að ýmsir óvissuþættir eru varðandi aukningu á sjókvíaeldi eins og leyfismál, fjármögnun og framleiðslu seiða.

Undanfarið ár hefur mánaðarverð á kíló á eldislaxi verið á bilinu 6-8 evrur en árið þar á undan var verðið á bilinu 4,5-6,8 evrur á kíló, að því er fram kemur í skýrslu Byggðastofnunar.

Í Morgunblaðinu í dag er kort þar sem sjá má þróun íbúafjölda og hugsanleg áhrif fiskeldis miðað við nokkrar sviðsmyndir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »