Guðni með fiskabindið sem tryggði styrkinn

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á sýningunni.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á sýningunni. mbl.is/RAX

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti Íslensku sjávarútvegssýninguna, IceFish 2017, í Smáranum fyrr í dag. Ræddi hann þar við skipuleggjendur og sýningaraðila og lýsti um leið yfir ánægju sinni með sýninguna, einkum hversu vel hún endurspeglaði þrótt og nýsköpun íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi og þeirra sem þjónusta þau með tækjum og búnaði.

Geimveruleikur eða fiskvinnsla?

Forsetinn þáði m.a. boð Marels um að reyna ný sýndarveruleikagleraugu sem senda notandann á ferðalag um hátæknilega fiskvinnslu. Guðni sló á létta strengi þegar gleraugun voru komin á hann og uppskar hlátur viðstaddra þegar hann spurði hvort að hann ætti núna að skjóta á geimverur?

Guðni í fiskvinnslunni, með aðstoð sýndarveruleikagleraugna.
Guðni í fiskvinnslunni, með aðstoð sýndarveruleikagleraugna. mbl.is/RAX

Leitaði eftir styrk fyrir doktorsritgerð

Bindið sem forsetinn bar vakti líka athygli gesta, en það skartaði litríkum fiskum. Guðni sagðist hafa fengið bindið þegar hann var að vinna að doktorsritgerð sinni í Bretlandi, en hún fjallaði um útvíkkun landhelgi Íslands og þorskastríðin við Breta 1948-1964.

Þá þurfti hann að leita til nefndar ytra um styrk til frekari ritsmíða og þáverandi unnusta hans og núverandi eiginkona, Eliza Reid, gaf honum bindið af því tilefni. Hann fór síðan á fund nefndarinnar og fékk styrkinn.

„Þeir sögðu við mig eftir á að maður sem sýndi svo mikla ástríðu fyrir efninu að hann bæri meira að segja hálsbindi skreytt fiskum yrði óhjákvæmilega að fá styrk,“ sagði Guðni við góðar viðtökur viðstaddra.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.11.17 357,16 kr/kg
Þorskur, slægður 23.11.17 339,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.11.17 355,48 kr/kg
Ýsa, slægð 23.11.17 306,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.17 100,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.11.17 123,99 kr/kg
Djúpkarfi 16.11.17 35,00 kr/kg
Gullkarfi 23.11.17 256,53 kr/kg
Litli karfi 1.11.17 9,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.17 215,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.17 Blíða SH-277 Plógur
Ígulker 1.514 kg
Samtals 1.514 kg
23.11.17 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Ufsi 1.164 kg
Karfi / Gullkarfi 366 kg
Samtals 1.530 kg
23.11.17 Kristín GK-457 Lína
Tindaskata 1.181 kg
Samtals 1.181 kg
23.11.17 Sirrý IS-036 Botnvarpa
Þorskur 3.786 kg
Karfi / Gullkarfi 2.969 kg
Ýsa 898 kg
Hlýri 583 kg
Langa 193 kg
Grálúða / Svarta spraka 9 kg
Lúða 3 kg
Samtals 8.441 kg

Skoða allar landanir »