„Óskiljanlegt“ að þetta hafi ekki gerst fyrr

Frá stofnun Knarr Russia í St. Pétursborg á föstudag.
Frá stofnun Knarr Russia í St. Pétursborg á föstudag. Ljósmynd/Aðsend

„Við sjáum nú þegar mikinn áhuga í Rússlandi að nýta það hugvit sem gert hefur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki með þeim bestu í heiminum. Það er eiginlega óskiljanlegt af hverju íslensk tæknifyrirtæki hafa ekki slegið sig saman fyrr til að bjóða heildarlausnir í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja hvort sem er á landi eða sjó.“

Þetta segir Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður íslenska einkahlutafélagsins Knarr Maritime Consortium, sem ásamt rússneskafyrirtækinu Raduga Industrial & Commercial Group hefur stofnað nýtt markaðsfyrirtæki á sviði skipalausna, Knarr Russia.

Tilkynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra um stofnun fyrirtækisins á sjávarútvegssýningu í St. Pétursborg í Rússlandi á föstudag.

Knarr Maritime á aðeins innan við sex mánaða sögu, þó íslensku fyrirtækin sex sem að því standa hafi átt í ýmiss konar samstarfi í mörg ár.

„Má þar nefna samstarf við hönnun, smíði og uppsetningu vinnslustöðva innanlands og erlendis. Auk þess hafa flest fyrirtækin tekið virkan þátt í smíði þeirra skuttogara sem á síðustu árum hafa verið smíðuð fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Bindur miklar vonir við samstarfið

Boris Ivanov, stjórnarformaður Raduga Group, segist þá binda mikla vonir við samstarf Íslendinga og Rússa. Hann er sagður þekkja mjög vel íslenskt efnahagslíf enda oft komið til Íslands og verið ræðismaður Íslands í St. Pétursborg í mörg ár.

„Ég hef átt viðskipti við rússneskar skipasmíðastöðvar í tvo áratugi og ég finn að það er mikill áhugi á samstarfi við Íslendinga.“

Haraldur Árnason, framkvæmdastjóri Knarr Maritime, segir fyrirtækin munu geta boðið heildarlausnir fyrir fiskiskip af ýmsum stærðum og gerðum, allt eftir óskum hvers kaupanda fyrir sig.

„Viðskiptavinir okkar geta á einum stað nálgast allt það besta við fiskveiðar sem Íslendingar hafa fram að færa, hvort heldur vinnslan fer fram um borð í veiðiskipi eða í landi,“ segir Haraldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Þorskur 2.732 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 6.624 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Þorskur 2.732 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 6.624 kg

Skoða allar landanir »