Ný mathöll fyrirhuguð á Grandagarði

Þór Sigfússon, stjórnarformaður Sjávarklasans.
Þór Sigfússon, stjórnarformaður Sjávarklasans. mbl.is/Rax

Ráðgert er að á næsta ári verði opnuð mathöll í húsnæði Sjávarklasans á Grandagarði. Um er að ræða rúmlega 500 fermetra rými í suðvesturenda á jarðhæð húsnæðis, sem áður hýsti þjónustu HB Granda við skip fyrirtækisins.

Þór Sigfússon, stjórnarformaður Sjávarklasans, áætlar að þarna geti verið allt að tíu básar eða söluvagnar sem leggi áherslu á nýjungar í ýmsum göturéttum. Þá verður einnig vinnuaðstaða fyrir frumkvöðla sem tengjast sjávarútvegi og matvælagreinum.

„Við viljum gjarnan að þessi starfsemi verði viðbót við staðina, sem fyrir eru á Grandanum. Áhersla verður lögð á frumkvöðlastarfsemi. Þarna eiga fyrirtækin að fá tækifæri til að þróa eitthvað nýtt í göturéttum eða skyndibitum úr íslensku hráefni. Staðurinn er ekki síst hugsaður fyrir Íslendinga, sem þarna geta kynnst þeim verðmætum sem við erum með í höndunum,“ segir Þór.

Hann segist þegar hafa orðið var við mikinn áhuga, en í auglýsingu frá Sjávarklasanum eru áhugasamir beðnir að senda upplýsingar og hugmyndir fyrir 2. október. Þar kemur fram að í Mathöllinni á Granda verði básar og vagnar með nýstárlegum göturéttum, „sem innihalda það besta sem miðin og landið gefa af sér.“

Grófari staður en á Hlemmi

Einnig verður þarna aðstaða fyrir matarfrumkvöðla til að vinna að sínum hugmyndum. Þór segir að ekki skemmi fyrir að úr húsnæðinu sé einstakt útsýni yfir höfnina.

Bætir hann við að fyrirmyndin sé m.a. sótt til Copenhagen Street Food og Vippa í Ósló í Noregi. Staðurinn verði hrárri heldur en Mathöllin á Hlemmi, sem var opnuð í sumar. Íslenski sjávarklasinn á meirihluta í fyrirtækinu sem leigir húsið á Hlemmi af borginni og fram leigir síðan aðstöðu til þeirra sem reka staðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »