„Ekki gera sömu mistökin og á Íslandi“

Smábátar að veiðum. Mynd úr safni.
Smábátar að veiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons

Sjómaður sem vill vera sinn eigin herra hefur litla möguleika til þess á Íslandi. Mikilvægt er að norsk stjórnvöld geri ekki sömu mistök. Þetta segir Ómar Þórhallsson, íslenskur sjómaður búsettur í Noregi, en rætt er við hann í vefútgáfu Fiskeribladet.

Fram kemur að Ómar sé búinn að koma sér fyrir í bænum Myre á Vesturálnum, eyjaklasa fyrir norðan Lófót í Norðlandssýslu. Ástæðan fyrir því að hann hafi sagt skilið við útgerð á Íslandi er sögð einföld: Þar þurfi maður annað hvort að eiga eða leigja mjög dýrar aflaheimildir.

„Ég vil vera sjómaður og hafa af því lifibrauð. Ekkert meira. Hérna get ég gert það í gegnum Opna hópinn,“ segir Ómar, en Opni hópurinn svonefndi er í norska fiskveiðistjórnarkerfinu ætlaður þeim sem hafa fiskveiðar ekki að aðalstarfi.

Skoði vandlega það sem gerst hafi á Íslandi

„Á Íslandi stóð mér til boða að fjárfesta fjórar til sex milljónir [norskra] króna í bát og kvóta ef bankarnir áttu að vera með. Að öðrum kosti væri ég aðeins að fiska sér til gamans.“

Hann kann mikils að meta að hafa fengið að hefja sjómennsku í Noregi án óyfirstíganlegra fjárskuldbindinga, og segist um leið samþykkja þær kröfur sem norskir kollegar hans geri til þeirra útlendinga sem reyna að festa rætur í geiranum þar í landi.

„En ég vona að norski sjávarútvegurinn skoði vandlega það sem hefur gerst á Íslandi og geri ekki sömu mistökin. Því miður þá bendir margt til þess að þið séuð á sömu braut, með fyrirkomulagi ykkar og kaupum og sölum með kvóta hér. Þegar fáir enda uppi með öll veiðiréttindin, þá er stórslys orðið staðreynd.“

Viðtalið í Fiskeribladet

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.10.17 5,00 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.17 291,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.17 273,42 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.17 262,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.17 5,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.17 118,33 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.17 5,00 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.10.17 248,03 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.10.17 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 5.591 kg
Ýsa 3.592 kg
Langa 39 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 9.228 kg
22.10.17 Gestur Kristinsson ÍS-333 Landbeitt lína
Ýsa 2.543 kg
Þorskur 1.899 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 30 kg
Langa 11 kg
Samtals 4.518 kg
22.10.17 Magnús HU-023 Landbeitt lína
Þorskur 1.753 kg
Ýsa 862 kg
Keila 19 kg
Langa 6 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 2.645 kg

Skoða allar landanir »