Máli gegn Arnarlaxi vísað frá dómi

Frá laxeldi Arnarlax.
Frá laxeldi Arnarlax. mbl.is/Helgi Bjarnason

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli sem höfðað var til ógildingar starfs- og rekstrarleyfis Arnarlax hf. til sjókvíaeldis á laxi í Arnarfirði.

Málið var höfðað af málsóknarfélaginu Náttúruvernd 1, sem saman stendur meðal annars af veiðiréttarhöfum í Haffjarðará á Snæfellsnesi, Laxá á Ásum og í Fífustaðadal.

Þá eru einnig í félaginu annars vegar eigandi fyrirtækis í Arnarfirði, sem kveðst verða fyrir sjónmengun af kvíastæði Arnarlax, og hins vegar hlunnindahafi æðarvarps sem sagt er standa í námunda við kvíastæðið.

Hélt félagið því fram að hlunnindi þessara aðila muni skerðast, nái laxeldið fram að ganga. Ef eldið verði stækkað „sé svo gott sem vitað að villtir laxastofnar í ám á Íslandi muni eyðast innan fárra ára,“ segir í málsástæðum félagsins.

Líklegur til að hringsóla um landið

Vísað var til þess að um Ísland sé réttsælis hringstraumur í efstu sjávarlögum. Eldisfiskur sem sleppi hér við land sé samkvæmt norskum rannsóknum líklegur til að hringsóla um landið réttsælis og leita upp í ár hvar sem er á landinu. Því sé ljóst að laxeldi af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði muni hafa áhrif á náttúrulega laxastofna um allt land.

Alls var þremur aðilum stefnt; Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.

Dómurinn komst hins vegar að því að málsástæður félagsins og sönnunarfærsla, um það hvort einstakir aðilar innan þess hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins, væru ekki með nægilega einsleitum hætti til að uppfyllt væru skilyrði þess ákvæðis um málsóknarfélög sem finna má í lögum um meðferð einkamála.

Var málinu því vísað frá dómi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.17 353,00 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.17 348,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.17 329,57 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.17 291,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.17 100,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.17 145,07 kr/kg
Djúpkarfi 16.11.17 35,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.17 242,59 kr/kg
Litli karfi 1.11.17 9,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.17 215,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.17 Sindri VE-060 Botnvarpa
Djúpkarfi 30.736 kg
Karfi / Gullkarfi 1.840 kg
Samtals 32.576 kg
22.11.17 Snæfell EA-310 Botnvarpa
Ufsi 600 kg
Karfi / Gullkarfi 538 kg
Steinbítur 288 kg
Samtals 1.426 kg
22.11.17 Hjalteyrin EA-306 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 1.520 kg
Samtals 1.520 kg
22.11.17 Agnar BA-125 Línutrekt
Ýsa 1.821 kg
Þorskur 362 kg
Samtals 2.183 kg
22.11.17 Tjálfi SU-063 Dragnót
Ýsa 2.040 kg
Þorskur 310 kg
Skarkoli 77 kg
Skrápflúra 21 kg
Sandkoli 19 kg
Samtals 2.467 kg

Skoða allar landanir »