Segir öll fyrirtæki glíma við sama vandann

Frá Þorlákshöfn.
Frá Þorlákshöfn. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að horfa til framtíðar og ef við ætlum að vera í fiskvinnslu þá þurfum við að laga okkur að nútímanum,“ segir Stein­grím­ur Leifs­son, for­stjóri Frost­fisks. Fram kom í gær að fyrirtækið hyggst hætta allri starfsemi sinni í Þor­láks­höfn og flytja hana til höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Um er að ræða fimm­tíu störf sem leggj­ast af í bæj­ar­fé­lag­inu. Stefnt er að því að breyt­ing­arn­ar taki gildi um ára­mót­in. Steingrímur segir að fyrirtækið flytji til Hafnarfjarðar þar sem það fari í hús með öflugar sérhæfðar fiskvinnsluvélar sem Frostfiskur hafi þurft á að halda.

Frétt mbl.is: Frostfiskur hættir í Þorlákshöfn

„Við ætlum að hátæknivæða okkur en við vorum í gömlu húsi í Þorlákshöfn,“ segir Steingrímur. 34 starfsmönnum var sagt upp störfum í fyrra en þá sagði Steingrímur að sterk króna og launahækkanir væru helsta ástæðan.

Afköstin munu aukast

„Launahækkanir hafa verið gífurlegar á síðustu tveimur árum. Íslenska krónan er sterk þannig að við þurfum að vinna nýja framtíð. Það þýðir að við munum vinna nær flugvellinum, með færra fólk, betri tækjum og vonandi hærra afurðaverði. Afköstin aukast og við erum að nútímavæða vinnsluna,“ segir Steingrímur.

Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af þeim sem missa vinnuna hjá Frostfiski enda sé gott atvinnuástand á Suðurlandi. „Það er nóga vinnu að hafa á svæðinu í kringum Þorlákshöfn en eitthvað af sérhæfðu starfsfólki fylgir okkur til Hafnarfjarðar.“

Steingrímur segir að öll fyrirtæki í sjávarútvegi séu að glíma við sama vandann en fiskvinnsla sé að breytast. „Landslagið á Íslandi hefur breyst á síðustu tveimur árum og við verðum að fylgja með. Ytri aðstæður ýta á að maður snúi við hverjum einasta steini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »