Vilhjálmur hlaut Svifölduna

Vilhjálmur við verðlaunaafhendinguna.
Vilhjálmur við verðlaunaafhendinguna. mbl.is/Eggert

Vilhjálmur Hallgrímsson hjá fyrirtækinu Fisheries Technologies ehf. hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017, sem voru veitt í gær, en ráðstefnan stendur nú yfir. Verðlaunin fékk Vilhjálmur fyrir The Fisheries Manager sem er nýtt alhliða upplýsingakerfi fyrir fiskveiðistjórnun. Byggist kerfið á áratuga fjárfestingu og reynslu Íslendinga á þessu sviði en með tilkomu þess geta aðra þjóðir nú tileinkað sér íslenska þekkingu og reynslu.

Starfsmenn Fisheries Technologies hafa þróað hugbúnað sem kallast FishTech Framework og lýsir hugbúnaðurinn hvernig fiskveiðistjórnun, það er að segja gagnasöfnun, upplýsingakerfi og eftirlit, virkar. Hugbúnaðurinn lýsir innviðum fiskveiðistjórnunar og inniheldur öll upplýsingakerfi sem þarf til slíks reksturs.

Þekking er útflutningsgrein

„Að auki inniheldur hugbúnaðurinn helstu verkferla sem þörf er á innan vel útfærðrar fiskveiðistjórnunar sem auðveldar þekkingaryfirfærslu. Hugmyndin felst í því að gera íslenska þekkingu á fiskveiðistjórnun að útflutningsgrein,“ segir í fréttatilkynningu.

Í öðru sæti var framúrstefnuhugmyndin Ný hagkvæm ker fyrir fersk matvæli – tvíburaker, en að henni stendur Dagur Óskarsson hjá Sæplasti. Markmiðið er að þróa ker sem minnka til muna flutnings- og geymslukostnað á sjó og landi, viðhalda gæðum afurðanna jafn vel eða betur auk þess sem stafla má kerunum upp svo örugg séu.

Íþriðja sæti var framúrstefnuhugmyndin Brakandi hollusta – Samspil fisks og kartafla á nýjan hátt, en að henni stendur Rúnar Ómarsson, hjá Var ehf. Afurðin er Fish & Chips í poka. Í pokanum, sem svipar til kartöfluflögupoka, væru 70% kartöfluflögur en 30% harðfiskur.

Í sjöunda sinn

Verðlaunagripurinn Svifaldan fyrir framúrstefnuhugmyndina var nú veittur í sjöunda sinn. Markmiðið með verðlaununum er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum.

Svifaldan er gefin af Tryggingamiðstöðinni, en jafnframt eru veittar viðurkenningar og fé til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »