Forystan virðist tæp í Færeyjum

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Óvissa er í Færeyjum um afdrif fiskveiðistjórnarfrumvarps ríkisstjórnarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar þar síðustu mánuði. Þrír þingmenn Jafnaðarflokks Aksels V. Johannesens, lögmanns Færeyja, sögðu í vikunni að þeir geti ekki lengur stutt frumvarpið í núverandi mynd. Þá er ekki lengur meirihluti á Lögþinginu fyrir frumvarpinu, en ríkisstjórnin hefur stuðst við eins þingmanns meirihluta. Tveir þingmannanna eru frá Suðurey og einn frá Klakksvík.

Öllum fiskveiðiheimildum var sagt upp í Færeyjum árið 2007 með tíu ára aðlögunartíma sem rennur út um áramót. Aksel Johannesen, lögmaður, hefur sagt að verði frumvarp um fiskveiðistjórnun ekki samþykkt fyrir áramót geti veiðiflotinn ekki haldið áfram veiðum. Stjórnarandstaðan hefur harðlega gagnrýnt lögmanninn fyrir að láta innanflokksmál Jafnaðarflokksins tefla hagsmunum útgerðarinnar í tvísýnu.

Stríðir gegn samningi Íslands og Færeyja

Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir uppboði á aflaheimildum að hluta, takmörkunum á kvótaeign umfram 17,5% og bann við erlendum fjárfestingum í sjávarútvegi, m.a. íslenskum.

Bent hefur verið á að bann við erlendum fjárfestingum í sjávarútvegi, samkvæmt frumvarpinu, stríði gegn fríverslunarsamningi Íslands og Færeyja, Hoyvíkursamningnum svokallaða, frá 2006. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra birti nýlega grein í færeyskum fjölmiðlum um Hoyvíkursamninginn.

Frumvarpið gerir ráð fyrir sjö ára fresti fyrir gildistöku fjárfestingabannsins svo hægt sé að semja um breytingar á Hoyvíkursamningnum. Poul Michelsen utanríkisráðherra hefur sagt í blaðaviðtölum að samþykki Íslendingar ekki breytingar á samningnum verði honum sagt upp. aij@mbl.is

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.17 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur / Kúskel 2.226 kg
Samtals 2.226 kg
13.12.17 Dögg SU-229 Lína
Þorskur 953 kg
Samtals 953 kg
13.12.17 Hvanney SF-051 Þorskfisknet
Ýsa 65 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 32 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 137 kg
13.12.17 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Ýsa 533 kg
Samtals 533 kg
13.12.17 Hafdís SU-220 Lína
Þorskur 6.660 kg
Ýsa 3.643 kg
Keila 75 kg
Samtals 10.378 kg

Skoða allar landanir »