Fiskurinn er á ferð um allan heim

Sindri Már Atlason, sölustjóri ferskra afurða hjá HB Granda.
Sindri Már Atlason, sölustjóri ferskra afurða hjá HB Granda. mbl.is/Eggert

Það virðist aldrei hafa verið auðveldara að koma íslenskum fiski hratt og greiðlega á erlenda markaði en nú. Flugferðum til og frá landinu fjölgar með hverju árinu og flugfélögin stöðugt að bæta við nýjum áfangastöðum – og þar með nýjum markaðssvæðum fyrir íslenskt sjávarfang. Þá hafa skipaflutningar líka batnað og framfarir í vinnslu- og frystitækni þýða að endingartími vörunnar betri enn nokkru sinni.

Sindri Már Atlason er sölustjóri ferskra afurða hjá HB Granda. Hann flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í síðasta mánuði og fór þar yfir tækifæri og áskoranir í flutningum á ferskum fiski.

Sindri segir að þegar ferskur fiskur eigi í hlut þá haldist sala og flutningur í hendur. Vinna þarf innan ákveðinna tímaglugga og láta bæði veiðar, vinnslu og flutninga ganga fullkomlega upp svo að varan komist tímanlega á markað og haldi gæðum sínum alla leið á pönnuna.

Nýja siglingaleiðin frá Þorlákshöfn til Rotterdam, með brottför alla föstudaga, …
Nýja siglingaleiðin frá Þorlákshöfn til Rotterdam, með brottför alla föstudaga, var kærkomin viðbót við skipaflutningamarkaðinn. mbl.is/Sigurður Bogi

Meira pláss í vélunum og bættir skipaflutningar

Sindri segir að mikið muni um nýja siglingaleið Smyril Line frá Þorlákshöfn á föstudögum.

„Í fluginu hefur ferðunum fjölgað og vélarnar stækkað. Áður fyrr gat fragtplássið í vélunum oft verið mjög takmarkað og megnið af fiskinum fór á markaði með sérstökum fragtflugvélum. Í dag er flogið oftar og víðar, og á stærri vélum og nýju breiðþoturnar bjóða upp á mikið pláss fyrir vörur,“ útskýrir hann.

Nýja siglingaleiðin frá Þorlákshöfn til Rotterdam, með brottför alla föstudaga, var kærkomin viðbót við skipaflutningamarkaðinn.

„Sjávarútvegurinn hafði lengi verið að kalla eftir svona flutningsleið til að geta framleitt ferskar afurðir út vinnsluvikuna og sent svo í vikulok til Evrópu. Áður fyrr sigldu síðustu skip vikunnar frá Reykjavík á fimmtudagskvöldum sem þýddi að stilla þurfti framleiðslu föstudagsins inn á flugleiðina. Núna kemst sá fiskur sem unninn er á föstudögum líka í skip.“

Ekki nóg með það heldur er skipið sem fer frá Þorlákshöfn ekki hefðbundið gámaskip heldur hannað fyrir flutningavagna. Fer því mun minni tími í að lesta og aflesta skipið. „Vagnarnir eru einfaldlega dregnir út og festir aftan í trukka og halda svo áfram á áfangastað. Fiskur sem heldur af stað til Rotterdam á föstudagskvöldi er kominn til Hollands seint á mánudag og í dreifingu um alla Evrópu snemma á þriðjudagsmorgun.“

Bætt kælitækni hjálpar líka til að tryggja gæðin og segir Sindri að flutningsaðilar leggi mikinn metnað í að bjóða upp á fullkomna hitastýringu alla leið. „En allt hvílir á því að fiskurinn sé meðhöndlaður rétt úti á sjó, og vinnsla og kæling um borð sé í lagi.“

Flugferðum til og frá landinu fjölgar með hverju árinu og …
Flugferðum til og frá landinu fjölgar með hverju árinu og flugfélögin stöðugt að bæta við nýjum áfangastöðum mbl.is/Þórður

Flugið býr til nýja markaði

Stundum virðist eins og í mánuði hverjum tilkynni flugfélögin nýja áfangastaði, eða að nýtt erlent flugfélag ákveði að bjóða upp á ferðir til Íslands. Sindri segir íslenska fiskútflytjendur hafa gripið þau tækifæri sem felast í betri flugtengingum við umheiminn, og þá einkum á þeim áfangastöðum sem flogið er til allt árið um kring.

„Gerðar hafa verið rannsóknir á sambandi flugtenginga og sölu á íslenskum fiski og kom t.d. í ljós í greiningu Sjávarklasans að þegar byrjað var að fljúga beint til Kanada bættist þar við nýr og góður markaður. Flugið á vesturströnd Bandaríkjanna er líka að opna verðmæt ný markaðssvæði fyrir ferskan íslenskan fisk.“

Ítarlegra viðtal við Sindra birtist í sérstöku sjávarútvegsblaði 200 mílna og Morgunblaðsins, sem fylgdi blaðinu þann 17. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »