Tólf ára á frystitogara

Andri Fannar um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni.
Andri Fannar um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var aðeins skemmtilegra en ég átti von á,“ segir Andri Fannar Einarsson, 12 ára strákur úr Grindavík, eftir níu daga túr á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni, í samtali við mbl.is. Andri Fannar kom í land á mánudaginn með fullt skip af makríl.

Faðir Andra Fannars, Einar Hannes Harðarson, sjómaður og formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, hefur verið um borð í Hrafni Sveinbjarnasyni lengi. Hann segir að Andri Fannar hafi ítrekað beðið um að fá að fara með á sjóinn.

„Hann er búinn að suða um þetta í nokkur ár og tilhlökkunin var mikil. Við ákváðum að láta slag standa, það var góð veðurspá og á þessum makrílveiðum erum við yfirleitt ekki lengi að fylla bátinn,“ segir Einar Hannes í samtali við mbl.is.

Andri Fannar tekur undir orð föður síns og segist hafa verið spenntur fyrir því að fara á sjóinn í 2-3 ár. Hann þurfti þó að færa fórnir til að komast með í túrinn.

„Ég missti meira að segja af tveimur dögum af Rey Cup-fótboltamótinu til að fara á sjó. Það var mín ákvörðun bara. Menn þurfa að velja og hafna,“ segir Andri Fannar af mikilli visku.

Hrafn Sveinbjarnarson.
Hrafn Sveinbjarnarson. Mynd/Þorgeir Baldursson

Skipið kom í land á mánudag með fullt skip af frystum makríl eftir níu daga veiði. Frammistaða Andra Fannars var góð þrátt fyrir sjóveiki fyrsta daginn.

„Ég ældi nokkrum sinnum. Síðan jafnaði ég mig bara og fór niður að vinna,“ segir Andri Fannar ánægður með túrinn. Hann þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum um borð enda sjómennskan ekkert grín. „Ég fór niður og hjálpaði þeim að merkja kassa og flokka makrílinn,“ útskýrir Andri Fannar sem stefnir á að fara aftur á sjóinn næsta sumar.

Spurður hvort hann ætli sér að verða sjómaður þegar hann er orðinn stór, neitar hann því. „Ég held ég verði bara atvinnumaður í fótbolta eða körfu,“ segir Andri Fannar að lokum.

Andri Fannar þurfti að hafa fyrir hlutunum.
Andri Fannar þurfti að hafa fyrir hlutunum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »