Línubeitning að líða undir lok

Línan beitt í Bolungarvík.
Línan beitt í Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Handbeiting á línu, sem rík hefð er fyrir hjá útgerðinni í Bolungarvík, er á undanhaldi og þær viðbótaraflaheimildir sem svonefnd línuívilnun skilar geta því tapast. Beitningarvélar eru komnar í marga báta í Víkinni og samkvæmt því missa þau ábótina sem útgerðarfyrirtækin njóta séu bátarnir gerði út á handbeitta línu. Ætla má að þetta séu um 1.000 tonn, segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sem telur mikilvægt að gerðar verði þær breytingar á regluverki og lögum í samræmi við nýjar aðstæður svo aflaheimildir þessar haldist áfram í bænum.

Um hvert starf munar

„Í dag vinna 30-40 manns hér í Bolungarvík við línubeitningu og á bak við þá tölu eru kannski 100 íbúar. Verkmenning er auðvitað í stöðugri þróun og ekkert við því að segja að frekar sé beitt með vél en í höndum. Það er hins vegar nauðsynlegt að tryggja að við glötum ekki störfum af þessum sökum. Í 950 manna sjávarplássi munar um hvert starf,“ segir Jón Páll.

Af heildaraflaheimildum hvers árs fara 5,3% í kvótapott stjórnvalda, sem svo er ráðstafað úr til ýmissa sértækra mála. Þar undir er til dæmis byggðakvótinn, og svo línuívilnunin sem komið var á í kringum aldamótin meðal annars vegna þrýstings frá Vestfirðingum.

Fyrirkomulag línuívilnunar er lýst svo á vef Fiskistofu, að úr dagróðrabátum á línuveiðum má í einstökum róðrum landa afla umfram aflamark í þorski, ýsu og steinbít. Þessi heimild er bundin við ákveðið hámark í hverri tegund og skilgreind tímabil. Skilyrðin eru meðal annars að hafi línan verið beitt í landi má landa 20% umfram afla sem reiknast til kvóta og sé í bátnum lína stokkuð í landi er viðbótin 15%. Þá þarf báturinn að koma til löndunar innan við sólarhring frá því að farið er úr höfn Jafnframt verður útgerðin að tilkynna fyrir fram um upphaf þess tímabils sem gert er út á línuna.

Kvótinn verður munaðarlaus

„Ef línubeitningin dettur út verður talsverður kvóti henni eyrnamerktur munaðarlaus. Þá ætti að vera útgjaldalaust að ráðstafa honum áfram til staða eins og Bolungarvíkur, þótt á breyttum forsendum verði. Það er raunar mjög mikilvægt mál sem ég hef rætt um við sjávarútvegsráðherra, þingmenn og fleiri – sem sýna þessu skilning þótt ekkert hafi gerst í málinu enn,“ segir Jón Páll.

Heildarkvóti skipa og báta sem gerð eru út frá Bolungarvík er nú rúmlega 10.100 tonn en landaður afli í Bolungarvíkurhöfn hefur síðustu árin verið á bilinu 17-18.000 tonn.

„Víkin er einn fárra staða á landinu þar sem útgerðin hefur klárlega verið að styrkjast síðustu árin. Héðan er gerður út einn togari og þrír snurvoðarbátar auk nokkurra slíkra, meðal annars af Snæfellsnesi, sem héðan er róið á haustin. Þá eru héðan gerðir út fjórir 15 tonna línubátar og svo telur strandveiðin á sumrin ansi drjúgt. Allt þetta kemur skýrt fram meðal annars í því að tekjur hafnarsjóðs eru að aukast og verða í ár um 100 milljónir króna,“ segir Jón Páll.

Flýja fasteignamarkað á höfuðborgarsvæðinu

Í hendur við þetta segir hann svo að haldist að íbúum í Bolungarvík hafi á síðastliðnum þremur árum fjölgað um nærri 50 manns, á sama tíma og fólki hefur fækkað víða annars staðar í sjávarbyggðum.

„Skýringarnar á fjölgun íbúa eru vafalítið margar og aukin umsvif í sjávarútvegi ráða þar ekki öllu. Fólk sem hingað hefur flutt hefur meðal annars sagt mér að slíkur munur sé á fasteignaverði hér og á höfuðborgarsvæðinu að tækifæri hafi myndast til að innleysa hagnaðinn. Þá hefur fólk kannski selt þriggja herbergja blokkaríbúð fyrir sunnan og keypt einbýlishús hér,“ segir Jón Páll bæjarstjóri og heldur áfram:

Staður margra kosta

„Bolungarvík er staður margra kosta; svo sem skólastarf, íþróttaaðstaða, menningarlíf og fleira. Við höfum í stórum dráttum sömu gæði og á höfuðborgarsvæðinu. Það sem bætist síðan við er samkenndin sem liggur í tæplega 1.000 manna samfélagi. Margir þeir sem hingað hafa flutt eru hér í ranni stórfjölskyldu sinnar og finnst það frábært. Hér er næga vinnu að hafa og störfin geta líka verið landamæralaus ef svo má segja, til dæmis fjarvinnsla ýmiss konar. Allt eru þetta tækifæri sem er mikilvægt að nýta Bolungarvík til sóknar, því nú eru uppi aðstæður sem eru ekki sjálfbær þróun og vara ekki endalaust. Allt þetta kallar svo á margvíslega uppbyggingu hér í bænum; svo sem stækkun leikskólans, viðgerðir á götum, endurbætur á sundlauginni og svo mætti áfram telja.“

Skýringarnar á fjölgun íbúa eru vafalítið margar og aukin umsvif …
Skýringarnar á fjölgun íbúa eru vafalítið margar og aukin umsvif í sjávarútvegi ráða þar ekki öllu," segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi
Landað í Bolungarvík; á Brjótnum eins og bryggjan þar er …
Landað í Bolungarvík; á Brjótnum eins og bryggjan þar er kölluð. mbl.is/Sigurður Bogi
Bolungarvík. Skýjateppi á Óshyrnunni.
Bolungarvík. Skýjateppi á Óshyrnunni. mbl.is/Sigurður Bogi
Stímt út úr höfninni í Víkinni.
Stímt út úr höfninni í Víkinni. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »