Stjórnsýslan í kringum fiskeldi efld

Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðal helstu áherslumála nýs fjárlagafrumvarps sem kynnt var á dögunum er aukið fjármagn til að bæta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og lagfæring á fjármögnun Hafrannsóknastofnunar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Mælt er í frumvarpinu fyrir um 750 milljóna króna framlagi til rannsókna og fjárfestinga. „Þar er annars vegar um að ræða 600 milljóna króna framlag í byggingu nýs hafrannsóknaskips sem mun stórefla grunnrannsóknir. Alls hefur þá verið varið 900 milljónum króna til þessa verkefnis sem sérstök byggingarnefnd hefur umsjón með. Í síðustu viku skrifuðu Hafrannsóknastofnun og Ríkiskaup undir samning um útboðsvinnu fyrir skipið.“

Hafrannsóknastofnun öll á einum stað

Enn fremur er um að ræða 150 milljóna króna framlag til Hafrannsóknastofnunar vegna samdráttar í framlögum úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins til stofnunarinnar. „Umræða um stofnunina að undanförnu hefur varpað skýru ljósi á veikleika varðandi það hvernig hún hefur verið fjármögnuð undanfarin ár. Hafrannsóknarstofnun hefur verið mjög háð framlögum úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins og hafa tekjurnar lækkað mikið á undanförnum árum. Með fjárlagafrumvarpi næsta árs er verið að breyta þessu fyrirkomulagi og tryggja stofnuninni fastar tekjur þannig að Hafrannsóknastofnun verður ekki lengur háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir kjarnastarfsemina.“

Sömuleiðis fær Hafrannsóknastofnun á þessu ári aukin fjárframlög til húsnæðismála, en á næstu mánuðum mun stofnunin koma sér fyrir í nýju húsnæði í Hafnarfirði þar sem öll starfsemin verður þá undir sama þaki.

Þá er í frumvarpinu kveðið á um 175 milljóna króna framlag til bættrar stjórnsýslu, eftirlits og heilbrigðiskrafna í fiskeldi. „Þetta framlag verður meðal annars til þess að styrkja eftirlit og stjórnsýslu Matvælastofnunar með fiskeldi. Jafnframt verður það nýtt til að setja á fót rafræna gátt sem ætluð er til að birta opinberlega tilteknar upplýsingar um greinina en slíkar gáttir eru þekktar m.a. í Færeyjum og Noregi. Auk þess má nefna að inn í þessari tölu er gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis en sjóðurinn hefur það meginmarkmið að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »