Árangur sjávarútvegsins sé litinn hornauga

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst mjög sérstakt hvernig maður sér, jafnvel alveg fram á síðustu daga, talað um sjávarútveginn. Hvernig er litið framhjá þeim drifkrafti sem hefur óneitanlega leitt fram meiri samhljóm við lífríkið, betri nýtingu og meira verðmæti, þar sem árangurinn hefur komið að sjálfu sér í huga sumra, og hann jafnvel litinn hornauga.”

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í ræðu sinni á sjávarútvegsdeginum í dag.

Fjármálaráðherra sagðist ekki sjá betur en svo að svarið sem boðað væri á samfélagmiðlum væri þjóðnýting og upptaka alls hagnaðar í sjávarútvegi, og að ný stjórnarskrá væri kynnt sem veghefill fyrir þá leið.

„Ég leyfi mér að vona að rót þessarar umræðu sé einfaldlega skortur á upplýsingum. Að fólk einfaldlega átti sig ekki á mikilvægi greinarinnar [...] og hverju það skiptir fyrir samfélagið að greinin búi áfram við almenn og hagkvæm rekstrarskilyrði til að greinin geti haldið áfram að skapa veðmæti fyrir þjóðina alla,” sagði Bjarni.

Veiti mikilvægan bakstuðning

Í ræðu sinni sagði Bjarni að sjávarútvegurinn væri aflvaki stöðugleika í efnahagslífinu. Þegar aðrar atvinnugreinar í samfélaginu styrkist varpi það gjarnan skugga á mikilvægi sjávarútvegsins í íslensku samfélagi, en þegar samfélagið upplifir lægðir sjáist hvað sjávarútvegurinn sé mikilvægur.

Bjarni sagði að atvinnugreinin hafi veitt mikilvægan bakstuðning í síðustu kreppu og að hún muni einnig gera það nú, þegar þjóðin glímir við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins.

Fjármálaráðherra segir að mikilvægi útgerðarinnar sýni sig þegar samfélagið upplifi …
Fjármálaráðherra segir að mikilvægi útgerðarinnar sýni sig þegar samfélagið upplifi lægðir.

Fáar atvinnugreinar hafi sýnt annað eins hugvit og framfarir og sjávarútvegurinn. Hann hafi leitt tæknibreytingar um allan heim og hugvit úr greininni hafi verið nýtt í öðrum atvinnu greinum.

Víða um heim þurfi útgerði stuðning frá hinu opinbera, en svo sé ekki hér á landi. “Það er í rauninni öfugt,” sagði Bjarni.

Þó hafi fólk mismunandi skoðanir á hvernig fiskveiðikerfi eigi að vera hér á landi og hvernig eigi að fara með verðmæti sem eiga að skapast. Eðlilegt og nauðsynlegt sé að lífleg umræða þess efnis sé til staðar

„En engum hefur, sem komið er, tekist kokka upp uppskrift af fiskveiðikerfi sem tekur því íslenska fram. Hvergi annars staðar hefur verið sett saman fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur því íslenska fram þegar kemur að því að skapa verðmæti fyrir þjóðina,“ sagði fjármálaráðherra í ræðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 8.646 kg
Langa 172 kg
Samtals 8.818 kg
27.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.076 kg
Steinbítur 244 kg
Ýsa 220 kg
Ufsi 56 kg
Karfi 18 kg
Keila 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.638 kg
26.4.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.711 kg
Þorskur 123 kg
Skarkoli 4 kg
Rauðmagi 3 kg
Samtals 1.841 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 8.646 kg
Langa 172 kg
Samtals 8.818 kg
27.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.076 kg
Steinbítur 244 kg
Ýsa 220 kg
Ufsi 56 kg
Karfi 18 kg
Keila 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.638 kg
26.4.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.711 kg
Þorskur 123 kg
Skarkoli 4 kg
Rauðmagi 3 kg
Samtals 1.841 kg

Skoða allar landanir »