Lokadagur liðin tíð

Á Arnarstapa. Sigurður Viktor landar úr Bárði SH-811 í vikunni.
Á Arnarstapa. Sigurður Viktor landar úr Bárði SH-811 í vikunni. Ljósmynd/Pétur

„Við gerum ekkert með þennan lokadag, það er löngu liðin tíð. Þegar við stoppum þá höldum við okkar lokadag og ég reikna með að það verði í næstu viku,“ segir Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Steinunni SH 167, 150 tonna dragnótabát frá Ólafsvík.

Í eina tíð var lokadagur vetrarvertíðar 11. maí, en nú eru það kvótastaða og vinnsla í landi sem ráða miklu um hvenær og hvort menn róa.

Brynjar segir að vertíðin hafi gengið vel, ekki síst eftir hrygningarstopp.

„Frá 21. apríl erum við komnir með 520 tonn í 14 róðrum þannig að meðalaflinn er yfir 37 tonn. Það er búin að vera góð tíð og góð veiði og það eina sem hefur truflað okkur er mikil ýsugengd. Um tíma var ekki hægt að forðast hana svo menn þurftu að halda að sér höndum. Það breyttist aðeins um mánaðamótin, þegar þorskurinn fór að skríða hérna fram og vestur brúnina, en ýsan var meira uppi á grunninu,“ segir Brynjar.

Þeir á „bræðrabátnum“ voru út af Öndverðarnesi þegar spjallað var við skipstjórann í gær, en með honum í áhöfn Steinunnar SH eru fjórir bræður hans, sonur, tveir bræðrasynir og tengdasonur. Á fiskveiðiárinu eru þeir komnir með yfir 1.400 tonn og framundan er að þrífa bátinn hátt og lágt og síðan sumarfrí fram í ágúst.

Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Steinunni.
Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Steinunni. mbl.is

Fengu 2.441 tonn í netin

Frá áramótum til 3. maí fékk Bárður SH 81 alls 2.441 tonn í netin, nánast eingöngu þorsk, og er vafalítið um Íslandsmet á netum á vetrarvertíð að ræða. Á vetrarvertíðinni í fyrra var afli Bárðar 2.311 tonn af óslægðu og var það talið met, sem nú hefur verið rækilega slegið. Á árum áður var mikið gert með aflakónga á vetrarvertíð, en minna fer fyrir slíku núorðið. Báturinn kom nýr til landsins frá Danmörku í lok árs 2019 og er tæplega 27 metra plastbátur.

Pétur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri, segir að í vetur hafi verið ágætis fiskirí, en einmuna tíð standi þó upp úr.

„Tíðarfarið hefur verið með ólíkindum og í vor hefur lognið verið endalaust,“ segir Pétur. Sonur hans og nafni hefur róið á móti honum og verið með nýja Bárð á snurvoð frá 3. maí, en Pétur eldri verið með eldri Bárð SH-811 á netum frá Arnarstapa frá lokum apríl.

Síðustu ár hefur þeim fækkað mjög sem róa með net. Fram kemur á aflafrettir.is að frá Hornafirði var aðeins Sigurður Ólafsson SF á netum. Í Vestmannaeyjum voru tveir bátar á netum, Brynjólfur VE og Kap II VE, tveir frá Þorlákshöfn, Reginn ÁR og Friðrik Sigurðsson ÁR, en enginn reri með net frá Grindavík.

Allt í botni

Í höfnum Snæfellsbæjar hefur verið nóg að gera undanfarið, allt verið í botni eins og Björn Arnaldsson hafnarstjóri orðar það.

Alls róa þessa dagana yfir 80 bátar á strandveiðum frá Ólafsvík, Rifi og Arnarstapa og fylgir þeim mikið líf. Björn segir að flestir hafi fiskað vel og í gær voru allir á sjó, nema helst þeir sem eiga lítið eftir af heimildum.

Greinin var fyrst birt í Morgunblaðinu 12. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »