„Ég mun sakna heilbrigðismálanna“

Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, segir mörg mikilvæg verkefni bíða hennar í embætti og að mörg sóknarfæri séu í þeim málaflokkum sem hún fer nú með. Svandís viðurkennir þó að hún eigi eftir að sakna heilbrigðismálanna.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali í 200 mílum, sérblaði um sjávarútveg, sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

„Það var náttúrlega mikil breyting við þessa nýju ríkisstjórn og margir ráðherrar sem breyttu um verkefni. Í mínu tilviki er þetta mjög mikil breyting, en um leið hangir þetta allt saman þegar öllu er á botninn hvolft,“ svarar Svandís spurð hvernig sé að taka við embættinu.

„Heilbrigðismálin eru málaflokkur sem er aðkallandi á öllum tímum og það eru alltaf brýn verkefni á borði heilbrigðisráðherra. Það er alveg sama hvenær það er og hver ráðherrann er, en þegar Covid bætist þar ofan á og allar þær ákvarðanir sem hefur þurft að taka – oft mjög hratt, oft þótt það væri helgi, jól eða hásumar – þá gildir að ráðfæra sig við okkar besta fólk og byggja á samstöðu bæði hjá stjórnvöldum og ekki síður hjá samfélaginu öllu. Þarna hefur verið mjög sterk tilfinning fyrir verkefninu öllu og það hefur verið gæfa okkar að hafa mjög öflugt fólk í öllum stöðum í þessari glímu. Mér fannst ekkert auðvelt að sleppa þessum málaflokki, en Willum [Þór Þórsson] er maður sem ég treysti mjög vel til að halda á þessu kefli,“ segir hún.

Svandís ræðir einnig um fiskeldismál, græn umskipti og stjórnmálalega nálgun sína svo eitthvað sé nefnt. Viðtalið má finna hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 444,65 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 578,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 280,58 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 159,93 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 176,03 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.543 kg
Þorskur 57 kg
Rauðmagi 30 kg
Steinbítur 7 kg
Skarkoli 3 kg
Þykkvalúra 2 kg
Samtals 1.642 kg
28.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 6.292 kg
Þorskur 77 kg
Sandkoli 38 kg
Grásleppa 27 kg
Samtals 6.434 kg
28.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.386 kg
Þorskur 35 kg
Samtals 3.421 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 444,65 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 578,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 280,58 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 159,93 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 176,03 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.543 kg
Þorskur 57 kg
Rauðmagi 30 kg
Steinbítur 7 kg
Skarkoli 3 kg
Þykkvalúra 2 kg
Samtals 1.642 kg
28.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 6.292 kg
Þorskur 77 kg
Sandkoli 38 kg
Grásleppa 27 kg
Samtals 6.434 kg
28.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.386 kg
Þorskur 35 kg
Samtals 3.421 kg

Skoða allar landanir »