13,3 milljarða metútflutningur eldisafurða

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 13,3 milljörðum króan á fyrstu tveimur mánuðum …
Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 13,3 milljörðum króan á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það er 35% meira en á smaa tíma á síðasta ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Framleiðsla og útflutningur á eldisafurðum hefur farið afar vel af stað í byrjun árs,“ segir í nýjustu færslu Radarsins, mælaborði sjávarútvegsins. Er þar vakin athygli á því að á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafi útflutningsverðmæti eldisafurða náð 13,3 milljörðum króna sem er mesta upphæð á þessu tímabili í sögu fiskeldis á Íslandi.

„Útflutningsverðmæti eldisafurða í janúar og febrúar er þannig er 35% hærri en frá fyrra ári í krónum talið og rúmlega 39% á föstu gengi. Nýliðinn febrúarmánuður er þriðji stærsti útflutningsmánuðurinn frá upphafi og janúar er sá fjórði. Því er óhætt að segja að eldisárið byrji með látum,“ segir í færslunni.

Mynd/Radarinn

Ekki nóg með útflutningsverðmæti eldisafurða hafi vaxið gríðarlega hefur hlutfall þessa afurða af vöruútflutnings Íslendinga í heild aukist.

„Vægi eldisafurða í vöruútflutningi var þannig 8,4% í janúar og febrúar. Síðustu ár hefur vægi þeirra verið í kringum 6% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og var 6,4% á síðasta ári. Þetta má lesa úr bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruviðskipti sem birtar voru í síðustu viku. Þar eru ekki birt útflutningsverðmæti eða magn niður á einstaka tegundir, en þær tölur verða birtar í lok þessa mánaðar. Gera má fastlega ráð fyrir að yfir 90% þessara 13,3 milljarða megi rekja til útflutnings á laxi, en hlutfall lax var um 92% í janúar.“

Jákvæð tíðindi í kjölfar samdráttar

Er aukinn útflutningur í byrjun árs sagðar „afar jákvæðar fréttir“ og er vísað til samdráttar í framleiðslu eldisafurða á síðasta ári.

„Rekja má þann samdrátt að mestu leyti til veirusmits og viðbragða vegna þess á Austfjörðum í lok árs 2021. Fiskur sem annars hefði komið til framleiðslu árið 2023 var þannig fjarlægður úr kvíum en rúmlega 60% minni framleiðsla var á Austfjörðum á síðasta ári miðað við árið áður. Góður gangur var hins vegar á Vestfjörðum þar sem um 20% aukning var á framleiðslu á eldisfiski, þar sem lax leikur lykilhlutverk.“

Þá er bent á að aukning varð í framleiðslu og útflutningi á bleikju og senegalflúru milli áranna 2022 og 2023, en samdráttur var í regnbogasilungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »