Hugmyndabíll knúinn lofti

Það kostar aðeins 150 krónur eldsneytið til 200 kílómetra aksturs …
Það kostar aðeins 150 krónur eldsneytið til 200 kílómetra aksturs á Airpod.

Indverski bílaframleiðandinn Tata Motors stærir sig nú af hugmyndabílnum Airpod. Bílinn gengur fyrir þrýstilofti og kemst 200 kílómetra á tankfylli.

Farartækið er á þremur hjólum og ökumaður stjórnar því með pinna í stað stýrishjóls. Sérstakar loftþrýstivélar knýja bílinn áfram með þrýstilofti úr eldsneytistanki. Bíllinn tekur að hámarki þrjá menn að ökumanni meðtöldum.

Hugmyndabíllinn náði allt að 80 km/klst hraða við reynsluakstur. Er við hönnun ekki gengið út frá hraða, heldur hagkvæmni. Eldsneytistankurinn tekur 175 lítra þrýstilofts sem kostar einungis eina evru. Bílinn kostar um 7.000 evrur eða röska eina milljón króna.

agas@mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina