Hundur keyrir á mann

Er þetta góð hugmynd?
Er þetta góð hugmynd?

Hundur, sem var skilinn einn eftir í bíl sem var í gangi, keyrði á gangandi vegfaranda í York í Pennsylvaníu á þriðjudaginn var.

Hundurinn setti sjálfskiptingu bílsins í gír og ók rólega af stað, væntanlega án þess að hafa ætlað sér það. Gangandi vegfarandi, sem sá hvað var að gerast, hljóp fyrir framan bílinn til að reyna að stöðva hann svo hann æki ekki á vörubíl sem var lagt rétt hjá.

Það tókst ekki betur til en svo að vegfarandinn varð á milli bílsins og vörubílsins, fékk höfuðhögg og missti meðvitund, segir í frétt York Daily Record. Hann var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús.

Engum fregnum fer af afdrifum hundsins, en hann verður vonandi ekki skilinn einn eftir í bíl  á næstunni.

mbl.is