Minnsti götuskráði bíll í heimi

Austin Coulsen við litla heimsmetið sitt.
Austin Coulsen við litla heimsmetið sitt. James Ellerker/Guinness World Records

Austin Coulson á heiðurinn af því að smíða minnsta götuskráða bíl í heimi, samkvæmt Heimsmetabók Guinnes. Bíllinn, sem er rúmlega 126 cm langur og 65 cm breiður, er smíðaður úr barnaleikfangi og knúinn mótor úr barnafjórhjóli.

Þrátt fyrir að hafa enga yfirbyggingu, í hefðbundnum skilningi, og að eini öryggisbúnaðurinn er kjöltubelti, er bíllinn skráður sem götubíll í Texas, Bandaríkjunum.

Reyndar er hann aðeins löglegur á götum með 40 km hámarkshraða, eða minna, en þar sem bíllinn kemst bara upp í 40 hentar það líklega bara ágætlega.

Þrátt fyrir að vera skráður í heimsmetabækur sem minnsti bíll sögunnar skartar bíllinn einkanúmerinu „IM BIG“, eða „ÉG ER STÓR“.

Skoðaðu myndirnar og myndbandið sem fylgir fréttinni, hvoru tveggja frá Heimsmetabók Guinnes. 


James Ellerker/Guinness World Records
James Ellerker/Guinness World Records
James Ellerker/Guinness World Records
Margur er knár, þótt hann sé smár.
Margur er knár, þótt hann sé smár. James Ellerker/Guinness World Records
mbl.is