VW Golf besti notaði bíllinn

Fulltrúar fyrri Golf-kynslóða.
Fulltrúar fyrri Golf-kynslóða. mbl.is/Hekla

Volkswagen Golf er besti notaði bíllinn árið 2013, að mati bílaritsins What Car? Auk þess að hljóta heildarverðlaunin var Golf jafnframt útnefndur efstur í flokknum „notaður fjölskyldubíll ársins“.

Dómarar viðurkenninganna hrósuðu Golf fyrir gæði innra rýmis bílsins og fínheit, þægindi, aksturseiginleika og öryggisbúnað auk þess hversu hagkvæmur hann væri í rekstri.

Á viðurkenningahátíð What Car? var Vauxhall útnefndur besti bílsmiðurinn fyrir Network Q sölukerfi sitt sem gerir kaup notaðra bíla sáraeinföld fyrir neytendur. Aukinheldur hlaut Vauxhall tvær viðurkenningar aðrar. Smábílaviðurkenninguna fyrir Corsa 1.2 og þá var Astra 1.6 valinn besti bíllinn innan við eins árs aldur.

Þá völdu lesendur What Car? í samstarfi við nefnd tímaritsins Honda sem bílaframleiðandann sem þeir treysta best við kaup á notuðum bíl.

BMW 320d bestur forstjórabíla

Loks var Ford S-Max 2.0 TDCi Zetec útnefndur besti fjölnotabíllinn 2013, Mazda 6 Estate 2.2D 163 TS2 besti langbakurinn, Nissan Qashqai var valinn besti notaði jeppinn og BMW 320d besti notaði forstjóra- og lúxusbíllinn. Besti notaði gamanbíllinn var svo valinn Renault Clio Renaultsport 200 Cup. Sögðu dómararnir hann vera einn besta stallbakinn sem nokkru sinni hefði verið smíðaður.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina