Er vaðdýptin á hreinu?

Range Rover Sport kann að líta út sem lúxusjeppi en …
Range Rover Sport kann að líta út sem lúxusjeppi en fer langt á mikilli drifgetu og ekki síst vaðpýpt sinni sem er hvorki meira né minna en 850 mm.

Veiðitímabilið er hafið og nú þegar er menn og konur byrjuð að rétta úr línu og berja vötn til að undirbúa sig fyrir veiði í uppáhaldsánni sinni.

Margir veiðimenn hafa valið sér jeppa til að njóta útivistarinnar til hins ýtrasta en oft getur þurft að stóla á öfluga bíla til að komast á bestu veiðistaðina. Fáir virðast hinsvegar hugleiða vaðdýpt bíla en hún er afar mismunandi á milli jeppa en skiptir augljóslega miklu máli þegar aka á yfir á. Fyrir þá sem hyggja á endurnýjun jeppans fyrir sumarið getur verið áhugavert að skoða þennan þátt því hann er ein helsta vísbending þess hvort bíll er raunverulega hannaður fyrir torfærar leiðir eða malbik.

Range Rover fer dýpst

Flestir jeppar hafa vaðdýpt upp á mitt hjólnaf en einstaka bílar skara þó fram úr með tæknilegum útfærslum sem gera þeim kleift að aka yfir mjög djúpt vatn. Mercedes-Benz G-klass, sá sem hefur verið framleiddur lítið breyttur síðan 1979 hefur vaðdýpt upp á 600 mm. Mercedes-Benz GL hefur vaðdýpt upp á 377 mm og Toyota Land Cruiser hefur vaðdýpt upp á 700 mm. Sigurvegarar þessar óformlegu könnunar bílablaðsins eru Range Rover Sport sem hefur vaðdýpt upp á 850 mm og stóri bróðir hans Range Rover, en hann hefur vaðdýpt upp á heila 900 mm og leiðir hann flokk jeppa með mestu fáanlegu vaðdýpt nokkurs fjöldaframleidds jeppa. Margir eiga ameríska pallbíla sem til samanburðar eru aðeins gerðir fyrir vaðdýpt upp að nafi sem þýðir að vaðdýpt slík pallbíls er einungis um 250 mm til samanburðar. Það er því ljóst að það er nokkur munur á því hvað hægt er að bjóða jeppa upp á þegar kemur að því að komast að uppáhalds veiðistaðnum í sumar.

njall@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: