Volvoklúbburinn rúntar á Hvolsvöll

Volvoklubbur.is

Sumarrúntur Volvoklúbbs Íslands verður farinn á morgun, 12. júlí. Ætlunin er að rúnta frá Reykjavík til Hvolsvallar, þar sem Þór og Helga í Eldstó taka á móti félagsmönnum og bera kaffi og „með því“ á borð.

Þeir félagar sem eru á þessu svæði í sumarfríi eru endilega hvattir til að tengjast við hópinn á Selfossi eða mæta beint á Hvolsvöll. Þeir sem ætla sér að taka þátt mættu gjarnan senda okkur póst á postur@volvoklubbur.is eða kvitta við viðburðinn á facebooksíðunni,“ segir í fréttatilkynningu frá klúbbnum.

Dagskráin verður sem hér segir:

12:.00 Hittast við Stöðina við Vesturlandsveg.
12.20 Ekið af stað austur.
13.00 Stoppað á N1-plani á Selfossi og sameinast fólki að sunnan og þeim sem eru í sumarfríi og vilja vera með.
13.15 Ekið af stað frá Selfossi.
14.00 Komið á Hvolsvöll og leggjum bílunum á bílaplaninu við Eldstó. Fáum okkur kaffi og kökur á Eldstó.
Stefnt að því að vera komin upp úr  kl. 17:00 til Reykjavíkur aftur.

Heimasíða Volvóklúbbs Íslands.

mbl.is