Peugeot Citroen hagnast á ný

DS-genin eru augljós í útliti nýja úrvalsjeppans frá Citroen, DS …
DS-genin eru augljós í útliti nýja úrvalsjeppans frá Citroen, DS 6WR. mbl.is/PSA Peugeot-Citroen

Hagur franska bílsmiðsis PSA Peugeot Citroen hefur vænkast mjög eftir að gengið var til samstarfs við kínverska bílsmiðinn Dongfeng. Hefur PSA snúið af leið mikils rekstrartaps í gróða.

Fjármálaerfiðleikar sorfu mjög að PSA Peugeot Citroen undanfarin ár og fyrirtækið var rekið með stórtapi. Eftir uppstokkun birti fyrirtækið nýja stefnu sína í apríl. Árangurinn er sá, að hreint tap fyrri hluta ársins er 114 milljónir evra en var 471 milljón á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður af rekstri frá áramótum til júníloka var 477 milljónir evra og er það í fyrsta sinn frá 2010 sem tölurnar í bókhaldi PSA eru ekki rauðar.  Til samanburðar var 100 milljóna evra tap af rekstrinum á sama tíma í fyrra og viðsnúningurinn því 577 milljónir evra.

Hlutabréf í PSA hækkuðu strax um 6,51% er uppgjör fyrri hluta ársins var birt í gær. Rekstraráætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir 3% söluaukningu í Evrópu í ár og 10% aukningu í Kína.

Citroen DS 6WR er nýjasti liðsmaður DS-línunnar frá Citroen.
Citroen DS 6WR er nýjasti liðsmaður DS-línunnar frá Citroen.
mbl.is