Menning og maraþon takmarka umferð

Frá Reykjavíkurmaraþoni 2012.
Frá Reykjavíkurmaraþoni 2012. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir stórviðburðir verða í Reykjavík næstkomandi laugardag, 23. ágúst, Reykjavíkurmaraþon og Menningarnótt. Vegna lokunar miðborgarinnar af því tilefni kunna einhverjar umferðartafir að verða. 

Af þessu tilefni biður Samgöngustofa vegfarendur um að sýna þolinmæði og skilning.

Gestir Menningarnætur og íbúar í miðborginni eru hvattir til að kynna sér vel lokanir gatna og möguleg bílastæði utan svæðis, sem og strætósamgöngur. Lokanir gatna á Menningarnótt má sjá hér.

Þá eru gestir Menningarnætur eru hvattir til að nýta hjólið nú eða strætó, en auk þess verða leigubílar á fjórum stöðum í útjaðri hátíðarsvæðisins. Ökumenn sem leggja ökutækjum sínum ólöglega geta búist við stöðubrotsgjaldi eða að ökutækin verði fjarlægð.

Vegfarendum er að öðru leyti bent á að kynna sér upplýsingar um viðbúnað borgaryfirvalda á vefnum,www.menningarnott.is eða í dagblöðum.

mbl.is