Mikið að gera hjá stóru umboði

BMW X4 er litli bróðir X6 og líkist honum líka …
BMW X4 er litli bróðir X6 og líkist honum líka mjög mikið með afturhallandi línum. mbl.is/BMW

Haustið er ávallt annasamur tími í bílageiranum því þá kynna framleiðendur yfirleitt nýjar gerðir af bílum og haustið að þessu sinni verður þar engin undantekning hjá BL.

„Sumarið hefur gengið framar vonum og erum við með 40% fleiri heimsóknir í sýningarsalina okkar í sumar samanborið við síðastliðið ár“ sagði Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL ehf., í viðtali við Morgunblaðið. „Salan hefur verið jöfn og góð og við höldum okkar sæti sem söluhæsta bílaumboðið með 24,7% markaðshlutdeild í fólks- og sendiferðabílum og 21,9% sé tekið mið af heildarmarkaði með bílaleigubílum.“

Nýjungar sem væntanlegar eru í haust

Nýr BMW X4 xDrive20d verður fyrsti bíllinn sem kynntur verður frá BMW eftir sumarið. BMW X4 er sportleg útgáfa með ávölum afturhallandi línum og er byggður á sama grunni og BMW X3. „Hann er í raun litli bróðir X6 sem kynntur var fyrir nokkrum árum“ segir Loftur. „Útgáfan af BMW X4 sem mest áhersla verður lögð á verður með xDrive fjórhjóladrifi og 2 lítra dísilvél sem sem skilar 190 hestöflum við 4.000 snúninga á mín. og 400 Nm í tog við 1,750-2,500 snúninga á mínútu. Þessi nýja vél er með hagstæðari CO2 útblástur en hefur verið í þessum stærðarflokki eða 141 gr/km og eldsneytisnotkun í blönduðm akstri er um 5,2 l/100 km.“ Seinna í haust verður kynntur alveg nýr bíll frá BMW sem hefur hlotið nafnið BMW 2 Active Tourer 218d. Active Tourer er fjölnotabíll sem hannaður er með hagkvæmi og notagildi í huga. Þetta er fyrsti BMW-bíllinn í mjög langan tíma sem er framhjóladrifinn. Há yfirbygging er einkennandi fyrir þennan nýja BMW og gerir umgengni um bílinn auðvelda og þægilega en innanrýmið er allt hannað í samræmi við það. Active Tourer verður með 1,8 lítra, 150 hestafla dísilvél sem togar 330 Nm við 1,750-2,500 snúninga á mínútu. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er 4,1 l/100 km.

Nýr bíll frá Dacia

„Í september verður kynntur nýr rúmgóður og vel útbúinn fjölskyldubíll frá Dacia á verði sem tekið er eftir,“ segir Loftur ennfremur. Nýr Dacia Logan MCV er búinn 1,5 l Renault dísilvél sem notar einungis 3,8 l/100 km af eldsneyti. Dacia Logan er vel útbúinn með íslenskan leiðsögubúnað og einstaklega gott 573 lítra farangursrými. „Nissan X-Trail verður kynntur í haust. Nýi X-Trail-bíllinn verður einstaklega vel útbúinn eins og þeir Nissan-bílar sem kynntir hafa verið á undanförnum mánuðum,“ segir Loftur. Hann er búinn sama fullkomna fjórhjóladrifinu og fyrirrennarinn auk ísslensks leiðsögubúnaðar. X-Trail verður fáanlegur í 7 manna útgáfu enda tekur hann við Nissan Qashqai +2 ef svo má segja. njall@mbl.is

Dacia Logan kemur nýr inná íslenskan markað en hér er …
Dacia Logan kemur nýr inná íslenskan markað en hér er bíll sem verður á boðinn á aðeins 2.790.000 kr. mbl.is/Dacia
BMW 2 Active Tourer er fyrsti bíll BMW í mjög …
BMW 2 Active Tourer er fyrsti bíll BMW í mjög langan tíma sem er framhjóladrifinn.bm mbl.is/BMW
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: