Minningarmót í götuspyrnu á morgun

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á morgun verður haldið fyrsta árlega minningarmótið í götuspyrnu á Akureyri, til minningar um mennina sem létust í flugslysi á Akureyri í ágúst í fyrra.

Þann 5. ágúst á síðasta ári brotlenti sjúkraflugvél á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar, með þeim afleiðingum að Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pét­ur Ró­bert Tryggva­son, slökkviliðs- og sjúkra­flutn­ingamaður, létust.

Þegar slysið varð stóð yfir tímataka fyrir götuspyrnu á svæðinu.

Keppnin á minningarmótinu hefst kl. 14.00 á morgun, laugardag, og er miðaverð 1.500 kr. Allur ágóði rennur í minningarsjóð um Pál Steindór og Pétur Róbert. Einnig er tekið við frjálsum framlögum á staðnum eða á reikning 565-26-580, kt. 660280-0149 (merkja „Minning“).

Dagskrá keppninar er sem hér segir:

10:30 - 11:00 Mæting Keppanda og skoðun
11:00 Pittur lokar
12:15 Fundur með keppendum
12:30 Tímatökur hefjast
14:00 Keppni Hefst
16:00 Áætluð keppnislok

Það eru Bílaklúbbur Akureyrar og Tengir HF sem standa fyrir mótinu.

mbl.is