Veglokanir næstu daga vegna ralls

Þórður Bragason

Nú er hið alþjóðlega Rally Reykjavík 2014 að bresta á, en fyrstu sérleiðirnar verða keyrðar á morgun, fimmtudag. Keppni stendur í þrjá daga og mun sérleiðum verða lokað fyrir almennri umferð á meðan.

Keppt verður á eftirfarandi leiðum:

Fimmtudagur 28. ágúst:

Djúpavatnsleið (vegur nr. 428)
Kleifarvatn (42)

Föstudagur 29. ágúst:

Næfurholt (268)
Heklubraut eystri (vegur austan við Heklu)
Dómadalsleið (upp að Klukkugilskvísl)
-Leiðin frá Landmannahelli að Frostastaðavatni lokast ekki

Laugardagur 30. ágúst:

Nesjavallaleið að hluta (435)
Kaldidalur (550) frá F338 að 518
Tröllháls (gamli vegurinn)
Djúpavatnsleið (428)

Nánari upplýsingar um tímasetningar lokana má nálgast hér.

Nákvæma leiðarlýsingu og tímaáætlun má sjá hér.

Loks verður svo hægt að fylgjast með bílunum á korti í rauntíma á meðan á keppni stendur, þökk sé ökuritum frá Arctic Track. Smelltu hér til að opna kortið.

Heimasíða Rally Reykjavík.

mbl.is