75 ára knapi hjólar á heimsmeti

Hinn 75 ára gamli Claude Bares á leið til metsins …
Hinn 75 ára gamli Claude Bares á leið til metsins í La Paz í gær. mbl.is/afp

Franskur frístundahjólreiðamaður að nafni Claude Bares gerði sér lítið fyrir í gær og setti heimsmet í hjólreiðum í sérlegri keppnisbraut í La Paz í Bólivíu en hún er í 3.417 metra hæð yfir sjó.

Bares er 75 ára en lætur engan bilbug á sér finna og féll öldungametið í flokki 75 til 80 ára í fyrstu tilraun. Metið nýja er fyrir hjólreiðar í klukkustund á hringbraut í mikilli hæð yfir sjávarmáli og mældist meðalhraði hans 36,4 km/klst. 

Er það dágóður hraði hjá öldungi sem Bares og það í þetta mikilli hæð yfir sjó. Þessum aðstæðum á hann á ekki að venjast á heimaslóðum í Frakklandi og því dvaldist hann í nokkrar vikur í Bólivíu við undirbúning mettilraunarinnar.

Þetta er ekki fyrsta heimsmet Claude Bares því á heimavelli í Bordeaux í apríl hjólaði hann klukkustundina á 36,7 km/klst meðalhraða. Er það met í fyrrnefndum öldungaflokki við sjávarmál.

Hinn 75 ára gamli Claude Bares á leið til metsins …
Hinn 75 ára gamli Claude Bares á leið til metsins í La Paz í gær. mbl.is/afp
Hinn 75 ára gamli Claude Bares á leið til metsins …
Hinn 75 ára gamli Claude Bares á leið til metsins í La Paz í gær. mbl.is/afp
Metið fallið. Hinn 75 ára gamli Claude Bares fagnar á …
Metið fallið. Hinn 75 ára gamli Claude Bares fagnar á sigurhring í La Paz í gær. mbl.is/afp
Vitni að afreki hins 75 ára gamla Claude Bares voru …
Vitni að afreki hins 75 ára gamla Claude Bares voru ekki ýkja mörg. mbl.is/afp
Claude Bares veifar viðstöddum eftir að metið er fallið í …
Claude Bares veifar viðstöddum eftir að metið er fallið í hjólreiðabrautinni í La Paz í Bólivíu. mbl.is/afp
mbl.is