Fyrsti Range Roverinn falur

Range Roverinn með undirvagn númer eitt er falur.
Range Roverinn með undirvagn númer eitt er falur.

Fyrsta eintakið sem smíðað var af Range Rover er til sölu og ætla má að hann verði ekki af billegri gerðinni. 

Hér er þó ekki um að ræða allra fyrsta Range Roverinn því bíll á undirvagni númer þrjú  var kláraður á undan hinum tveimur fyrri vegna þess að hann skyldi verða blár og kæmi því betur út í auglýsingabæklingi sem fyrir lá að gera en hinir.

Það er hins vegar bíll á undirvagni númer eitt sem er falur. Hann hefur löngum verið safngripur en nú hefur eigandinn ákveðið að selja hann.  Það hryllir hann þó tilhugsunin að svo gæti farið að hann verði sleginn útlendingi á uppboði og hverfi þar með úr landi í Bretlandi.

Enn er upprunaleg vél í bílnum, gírkassi og vélarhússhlífin sem er úr áli.

Verð á eldri Range Rover jeppum hefur rokið upp á undanförnum tveimur árum eða svo og núverandi met fyrir þennan breska eðaljeppa frá árdögum hans er um 80.000 sterlingspund, eða ríflega 15 milljónir króna.

Talið er að miklu hærra verð fáist fyrir umræddan Range Rover er hann verður sleginn hæstbjóðanda á bílauppboði, sem fram fer í Silverstone kappakstursbrautinni í Englandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina