Hvítar línur á vegum stuðla að meiri hraða

Með því að afnema miðlínurnar minnkaði umferðarhraðinn.
Með því að afnema miðlínurnar minnkaði umferðarhraðinn.

Samgöngudeild Lundúnaborgar (TfL) hefur ákveðið að endurmála ekki afmáðar hvítar veglínur. Ástæðan er sú að athugun á hennar vegum hefur leitt í ljós að það dragi úr umferðarhraða að fjarlægja línur sem skilja vegarhelmingana í sundur.

Eftir að þrjár götur höfðu verið malbikaðar á ný var ákveðið að sleppa því að mála miðlínu á þær. Afleiðingin varð sú að verulega dró úr meðalhraða bíla sem um þessar götur fóru. Munaði þar 8 til 15%.

Niðurstöðurnar komu á óvart en ein kenningin er sú að miðlínurnar auki sjálfsöryggi ökumanna og fullvissu þeirra fyrir því að aðrir bílar muni ekki seilast inn yfir hana og á þeirra akrein. Með því að fjarlægja línurnar aukist óvissa sem endurspeglist í minni hraða.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að ökumenn hægðu enn frekar ferðina þegar þeir mættu bíl sem ekið var í gagnstæða átt. TfL segist engin áform hafa um að uppræta almennt miðlínur gatna. Það yrði aðeins gert þar sem það væri talið viðeigandi.

agas@mbl.is

Ein af Lundúnagötunum þar sem hvíta miðlínan hefur verið fjarlægð.
Ein af Lundúnagötunum þar sem hvíta miðlínan hefur verið fjarlægð.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: