Peugeot hyggst fækka módelum um helming

Ekki hefur skort á bílaframboðið frá Peugeot.
Ekki hefur skort á bílaframboðið frá Peugeot. mbl.is/PSA Peugeot-Citroen

Franski bílsmiðurinn Peugeot hefur ákveðið að fækka smíðismódelum sínum á næstu árum, eða úr 26 í 13.

Þetta er liður í framtíðarstefnu Peugeot sem ætlar að helga sig fremur smíði úrvalsbíla og bíla af dýrari gerðinni fremur en ódýrari fólksbíla eins og nú er. Sömuleiðis stefnir Peugeot að smíði flotabíla sem gefa meira af sér og eru ekki seldir með jafn miklum afsláttum og nú til dags.   Með öðrum orðum, að hafa meira upp úr krafsinu í bílsmíðinni.

Þegar fækkunin verður að fullu til framkvæmda komin mun Peugeot smíða fjóra smábíla, fimm meðalstór módel og fjóra bíla sem falla í C-flokk, jeppaflokk og D-flokk bíla. Línan mun vera frá 108-bíl upp í 508. Hver bíll um sig verður gagnlegur í öllum mörkuðum heims, eins og þar segir.

Meðal bíla sem hverfa munu eru litlir tveggja  dyra blæjubílar eins og 207 CC sem á ekki langa smíðisdaga eftir. Peugeot er að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga  og er uppgangurinn mestur í Evrópu og Japan.

mbl.is