Glæsileg lína Opel-bíla komin á markað

Síðastliðinn föstudag blés Bílabúð Benna til fagnaðar í tilefni af því að fyrirtækið hefur tekið við umboðinu fyrir Opel-bifreiðar hér á landi.

Við það tækifæri voru sýndir fjölmargir nýir Opel-bílar af ýmsum gerðum og mætti fjölmenni til að skoða hinar nýju bifreiðar, en lítið hefur sést til nýrra Opel-bíla á götum hérlendis síðustu misserin. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var nóg af bílum að skoða og að sama skapi margt gesta sem kom til að berja bílana augum.

Meðal tegunda sem voru til sýnis mátti sjá borgarbílinn Opel Adam, jepplinginn Mokka, fjölskyldubílinn Insignia og rafbílinn Ampera.

„Viðtökurnar fóru framúr okkar björtustu vonum og mikil ánægja er hér á bæ með hvernig til tókst. Hingað mættu um helgina ríflega þúsund manns, bæði á Tangarhöfðann og í útibúið í Reykjanesbæ, til að forvitnast um nýjustu bílana frá Opel og samfagna okkur með áfangann,“ segir Benedikt Eyjólfsson eigandi Bílabúðar Benna.

„Það er ásetningur okkar að gera okkar besta til að standa undir kröfum núverandi og væntanlegra Opel eigenda. Miðað við þessar móttökur er ljóst að Opel á spennandi framtíð fyrir höndum hér á Tangarhöfðanum,” segir Benedikt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: