Varasöm bleyta á götum

Í rigningu og roki geta vegir verið viðsjálverðir.
Í rigningu og roki geta vegir verið viðsjálverðir.

Samgöngustofa varar ökumenn við mikilli vatnsbleytu á götum og vegum víða á landinu og segir ökumenn þurfa að gæta þess að vatn ofan í hjólförum getur valdið því að bifreið missir veggrip ef farið er of hratt.

Þess séu mörg dæmi að ökumenn hafi misst stjórn á ökutækjum vegna þessa.

Eins getur vatnið hulið skemmdir á yfirborði vegarins sem ökumenn myndu annars reyna að komast framhjá.  Því skiptir því miklu máli að farið sé varlega og ekki of hratt þegar mikið vatn er á vegum líkt og nú er.

Þá er full ástæða til að biðja bílstjóra um að sýna tillitsemi og varast það að aka ofan í polla í nálægð við hjólreiðamenn, gangandi og aðra óvarða vegfarendum.

mbl.is