Vetrarfærð yfirvofandi með skertu veggripi

Snjór og hálka eru á næstui grösum og því gott …
Snjór og hálka eru á næstui grösum og því gott að bílar séu undir það búnir. mbl.is/RAX

Spáð er kólnandi veðri víða um land með frosti og  því má gera ráð fyrir að hálka myndist á vegum.

Af þessu tilefni hvetur Samgöngustofa ökumenn til að búa sig undir vetrarakstur og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja það að hjólbarðar séu í sem bestu ástandi og hæfi væntanlegri vetrarfærð.

„Það getur borgað sig að koma við á hjólbarðaverkstæði til að láta gera úttekt á ástandi hjólbarðanna og sjá til þess að þessi litli flötur á hjólbarðanum sem snertir veginn hafi gott og öruggt veggrip.

mbl.is