Dacia með þrjár milljónir seldra bíla

Dacia fagnaði sölu þriggja milljónasta bílsins á 10 árum á …
Dacia fagnaði sölu þriggja milljónasta bílsins á 10 árum á Parísarsýningunni.

Rúmenski bílsmiðurinn Dacia, sem er í eigu Renault, fagnar um þessar mundir að hafa selt þrjár milljónir bíla á undanförnum 10 árum.

Renault eignaðist Dacia fyrir áratug og á þeim tíma hefur merkið náð fótfestu, einkum á markaði fyrir billega bíla. Var þriggja milljónasta eintakið selt á alþjóðlegu bílasýningunni sem lauk í París um helgina.

Þar var um að ræða smábílinn Dacia Sandero og var kaupandinn Spánverji að nafni Andres Palomo Paz. Var haldið sérstaklega upp á áfangann á sýningunni..

Á fyrri helmingi yfirstandandi árs seldi Dacia 24,4% fleiri bíla en á sama tímabili í fyrra. Í Evrópu er aukningin enn meiri eða 36,2%. Vinsælasti bíllinn úr bílsmiðju Dacia í Mioveni í Rúmeníu er Logan, að frátöldum bílnum sem aðeins hér 1300, en hann var uppistaðan í bílsmiðinni þangað til Renault keypti fyrirtækið.

mbl.is