Chevrolet með fjóra nýja hugmyndabíla

Chevrolet Onix Track Day Concept verður hægt að fá með …
Chevrolet Onix Track Day Concept verður hægt að fá með vindskeiðum framan og aftan.

Chevrolet svipti hulum í fyrsta sinn af fjórum nýjum hugmyndabílum sem stefnt er fram á alþjóðlegu bílasýningunni sem nýhafin er í Sao Paulo í Brasilíu.

Fyrstan skal nefna Chevrolet Onix Track Day Concept, eins og hann er nefndur. Gert er ráð fyrir að honum geti fylgt ýmiss konar aukahlutir til að bæta loftflæðið um bílinn, m.a. vindskeiðar framan á honum og aftan.

Hann verður ansi sportlegur, m.a. búinn sportsætum og sportlegu stýri. Í aflrásinni verður 1,8 lítra 150 hestafla Ecotec-vél og útblásturskerfið verður í ryðfríu stáli svo eitthvað sé nefnt.

Næst ber að nefna Chevrolet Onix Effect með 106 hesta 1,4 lítra vél og á 15 tommu álfelgum. Ennfremur S10 High Country Concept á 18 tommu álfelgum og loks endurbættan Cobalt með óvenjulegri innréttingu og 16 tommu álfelgum.

Chevrolet S10 High Country hugmyndabíllinn.
Chevrolet S10 High Country hugmyndabíllinn.
mbl.is