Hyundai og Kia fá stórsekt

Kia og Hyundai hafa fallist á stórsekt fyrir að segja …
Kia og Hyundai hafa fallist á stórsekt fyrir að segja ranglega til um bensínnotkun bíla sinna í Bandaríkjunum.

Kóresku bílsmiðirnir Hyundai og Kia hafa verið sektaðir um samtals 100 milljónir dollara í Bandaríkjunumk fyrir að ljúga til umeldsneytisnotkun bíla sinna. Reyndust þeir ekki eins sparsamir og af var látið.

Bílsmiðirnir hafa fallist á sektina eftir samningaviðræður við bandarísk yfirvöld og munu því ekki láta reyna á hana fyrir dómi.

Bandarísk umhverfisyfirvöld uppgötvuðu árið 2012 að bílar Hyundai og Kia voru ekki eins sparneytnir og framleiðendurnir héldu fram. Rannsókn var ýtt úr vör sem leiddi meðal annars í ljós, að samkvæmt þeirra eigin prófunaraðferðum neyttu bílarnir mun meira eldsneytis en gefið hafði verið upp. Á endanum játuðu Hyundai og Kia að hafa hagrætt niðurstöðum prófa sinna.

Sviksemi þessi við neytendur var tekin alvarlega en í Bandaríkjunum áttu í hlut um 1,2 milljónir bíla af árgerðunum 2012 og 2013 sem seldar voru þar í landi. Nemur sektin rúmlega 12 milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina